Apache - mySQL - PHP install tutorial f/Win32 Menn eru mishræddir við að byrja að reyna að fikta sig áfram í Server-side forritun. Oft er erfiðast að koma sér af stað og koma öllu draslinu til að virka. Þessi grein fjallar um hvernig á að setja apache-php-mysql inn í Win 2K/ME/98/95:

Við byrjum á Webservernum. Þar sem við viljum vera töffarar notum við apache (það er líka ókeypis). Apache pakkann geturu náð í hérna:

<a href="http://httpd.apache.org/dist/httpd/binaries/win32/apache_1.3.19-win32-no_src-r2.msi">http://httpd.apache.org/dist/httpd/binaries/win32/apache_1.3.19-win32-no_src-r2.msi</a>

EN athugaðu að ef þú ert ekki með Win ME eða Win 2K þarftu að sækja einhverskonar Windows pakka-installer. Hann geturu fengið hérna:

<a href=“ftp://ftp.microsoft.com/developr/platformsdk/oct2000/msi/win95/instmsi.exe”>ftp://ftp.microsoft.com/developr/platformsdk/oct2000/msi/win95/instmsi.exe</a> – IE höndlar ftp servera ekkert sérstaklega vel eða bara alls ekki neitt. Notaðu bara eitthvað FTP forrit í staðinn.

Þú skalt fyrst ná í hann og installa og síðan ætti að vera barnaleikur að installa apache pakkanum (ef þú ert ennþá á Win95, lestu þá um hvernig þú átt að redda þér á þessari síðu: http://httpd.apache.org/dist/httpd/binaries/win32/ )

Næst þarf að breyta config fælnum:

Breytingar á httpd.conf:

# Taktu eftir að í apache eru öll skástrik öfug við það sem gengur og gerist
# í Windows. Því notaru t.d. c:/Webserver/phpfiles í staðinn fyrir c:\Webserver\phpfiles

<IfModule mod_dir.c>
DirectoryIndex index.php /vefsidugerd/main.php # Hérna seturu default index fæla fyrir hvern folder
</IfModule>

<Directory “C:/htmlfaelar”> # eða hvar sem þú geymir html fælana

DocumentRoot “C:/newhtml” # eða hvar sem þú geymir html fælana

ScriptAlias /php/ “c:/Server/php/” # Þetta vísar á hvar þú geymir php.exe fælinn - stilltu þetta bara þegar þú ert búin/n að setja php inn

#Þú þarft að uncommenta þessar línur

AddType application/x-httpd-php .php
AddType application/x-httpd-php-source .phps

# Og búa þessa til:

Action application/x-httpd-php “/php/php.exe”

—————————–

Þá erum við búin að installa webservernum og því ekki úr vegi að henda sér beint í mySQL. mySQL pakkann geturu náð í hérna:

<a href="http://www.mysql.com/Downloads/MySQL-3.23/mysql-3.23.37-win.zip">http://www.mysql.com/Downloads/MySQL-3.23/mysql-3.23.37-win.zip</a>

Þegar við erum búin að ná í þennan pakka er bara að opna hann og keyra setup. Ferlið er allt ömmuhelt þannig að það þarf litlar áhyggjur að hafa af þessu. Þegar búið er að installa mySQL þarf að keyra það af stað og er það gert með því að keyra c:\path-sem-þú-installaðir-mySQL-í\bin\mysql-opt.exe (sem er að mig minnir optimizaður fyrir pentium örgjörva, þori þó ekki alveg að fara með það). Einnig skaltu keyra winmysqladmin.exe sem er mysql admin tól(kemur fram sem umferðarljós í taskbar).

Þá er mySQL kominn inn.

———————————
Að lokum skulum við setja php inn.

PHP (CGI útgáfu, sem við skulum nota, afþví að hún er aulaheldari en SAPI útgáfan)

<a href="http://www.php.net/do_download.php?download_file=php405-installer.exe&source_site=www.php.net“>PHP-installation</a>

Þessi fæll er síðan keyrður. Passið ykkur á því að velja advanced installation og velja Apache web server í staðinn fyrir PWS.

Ef þú lendir í vandræðum með installið er gott að lesa:

<a href=”http://www.php.net/manual/en/install.apache.php“ target=”blank">http://www.php.net/manual/en/install.apache.php</a>

Og þegar þessu er öllu lokið þá er ekkert eftir nema að fara að forrita. Til að koma sér af stað í því er gott að lesa tutorial á webmonkey, <a href="http://hotwired.lycos.com/webmonkey/programming/php/tutorials/tutorial4.html“ target=”blank">Grein um php-mysql</a>.

Til að prófa installationið skaltu búa til svona fæl í directoryinu sem þú tilgreindir á webservernum:

[html]
[body]
[?php echo "halló heimur"; ?]



ef þú færð bara halló heimur í browser gluggann þinn ertu í góðum málum. Ef browserinn vill fara að downloada einhverju, eða sýnir ekki halló heimur eða gerir einhverja vitleysu þá klikkaði þetta einhversstaðar hjá þér.

Stillingum í php er breytt í php.ini sem fer held ég automatískt undir c:\windows\ hjá þér. Þar er ein lína sem maður breytir líklega oftar en öðrum en það er display_errors=On/Off en hún kveikir/slekkur á villumeldingum.

ps. Ég nota mjög sniðugt tól til að föndra í gagnagrunninum hjá mér. Heitir það Mascon og það er hægt að ná í það á <a href="http://www.scibit.com“ target=”blank">www.scibit.com</a>.
ps2. Ég nota Textpad til að föndra í php fælum, en það býður uppá þokkalegt syntx highliting, þarf þó að stilla það inn.

pps. Þið eruð að installa þessu í windows og þið vitið bara uppá ykkur skömmina :) - Alvöru töffarar eru að vinna í þessu á linux og php, apache og mysql keyra miklu betur á því kerfi. Hinsvegar er náttúrulega mínus þar að ekki er hægt að skoða síðurnar í IE (nema með krókaleiðum). Þið sem viljið installa þessu í linux þá er ágætur sambærilegur tutorial á linux hlutanum hérna á huga.

Að lokum er vert að benda á documentation á www.mysql.com og www.php.net .

Vona að þetta hafi hjálpað en ef það er einhver steypa hjá mér hérna eða þið vitið betri leið að markinu þá endilega segið frá!,

kveðja,
thom