Ég er alltaf að rekast á korka hérna frá fólki sem er að leita af leiðbeiningum um vefsíðugerð á Íslensku. Ég veit ekki af hverju við höfum ekki flaggað þessari gersemi betur en leiðbeiningarna eru til og hafa verið í þó nokkurn tíma. Gunnar Grímsson hefur tekið saman heila bók á Íslensku og dreifir henni án endurgjalds í gegnum vefsíðuna sína. Ég hef ekki lesið bókina í heild sinni en það sem ég hef lesið er mjög gott. Bókin er bæði fyrir byrjendur og þá sem eru komnir aðeins lengra.
“Handbók mín um vefsmíðar hefur verið í smíðum síðan ég byrjaði að kenna vefsmíðar árið 1995. Ég hef notað hana í allri minni kennslu auk þess sem hún hefur verið notuð í ýmsum öðrum skólum. Ég uppfæri hana reglulega og kappkosta að halda efni hennar réttu á útgáfutíma. Hún er núna 141 blaðsíður og inniheldur margvíslegan fróðleik sem mér hefur áskotnast í vinnu minni og kennslu.”
Gunnar hefur kennt vefsmíðar frá árinu 1995 og er í raun frumkvöðull í greininni hér á landi.
“Netbúi síðan 1993, fyrsti vefstjóri Miðheima þar sem ég smíðaði m.a. vef Björns Bjarnasonar og fyrstu vefsíður Morgunblaðsins auk fjölmargra annaravefja. Stofnandi this.is og IO - InterOrgan (síðar Íslenska Vefstofan), annar umsjónarmanna útvarpsþáttarins Netlíf á Rás 2, fyrsta útvarpsþáttarins á Netinu á Íslandi. Meðal helstu verkefna undanfarin ár hafa verið skipulag og hönnun vefs Flugleiða, vefvinna og ráðgjöf fyrir Alþingi, skipulag og smíði vefs Listahátíðar 1998 og 2000, vefsmíði fyrir Norræna húsið og VSÓ ráðgjöf, umsjón með unglingaþingi Umboðsmanns barna, ráðgjöf fyrir Listaháskólann, Hæstarétt, Seðlabankann og Morgunblaðið auk fjölmargra annara verkefna.Tók þátt í fyrstu myndsendingu yfir Netið frá Íslandi auk fjölda hljóð- og myndsendinga síðan, þ.á.m. uppsetning og umsjón með Netútsendingum Alþingis. Hef kennt vefsmíðar í 8 ár auk fyrirlestra og kynninga hér og þar við ýmis tækifæri.” - Vefsmíðahandbókin, Um Gunnar.
http://where.is/handbok/