Til stendur að stofna formlega Samtök vefiðnaðarins á Íslandi. Samtök þessi munu þjóna þeim tilgangi að vera sameiningartákn þeirra einstaklinga sem starfa innan þess iðnaðar og vera andlit hans út á við.

Allir þeir aðilar sem að vefframleiðslu og/eða rekstri koma munu eiga rétt á aðild í samtökin.

Markmið Samtaka vefiðnaðarins er að vera sameiningartákn þeirra aðila sem starfa innan vefiðnaðarins. Stuðla að endurmenntun meðal meðlima, t.d. með ráðstefnuhaldi og fyrirlestrum og vera andlit iðnaðarins út á við.

Á vef samtakanna, www.svef.is, er hægt að lýsa yfir áhuga sínum á þáttöku með því að skrá sig.

Stefnt er að því að halda stofnfund þegar hæfilegum fjölda áhugasamra hefur verið náð.

Nánari upplýsingar á www.svef.is
kv,