Hver kannast ekki við það að teikna mynd af einhverri síðu og ætla svo að klippa hana niður og púsla henni saman í töflu en svo er það ekkert að virka eins og maður vill að það virki? Ég allavegana kannast við það og hef orðið mjög pirraður á því. En með því að surfa á netinu og fá ráð hjá öðrum þá fann ég nýja lausn. Og vill ég endilega deila henni hérna með ykkur ef þið hefið verið að pæla í þessu sama.

Með því að setja síðuna upp í CSS eða Stylesheets geturðu alveg gjörsamlega ráðið því hvar myndirnar eru, ok þið kannist örugglega við einhvernvegin svona CSS:

[style type="text/css"]

A:link {text-decoration: underline; color: #545454;}
A:visited {text-decoration: none; color: #545454;}
A:active {text-decoration: none; color: #545454;}
A:hover {text-decoration: none; color: #FFFFFF;}


A.T.H. Ég nota [ í staðinn fyrir hornklofa(er ekki viss um hvort allt fari í spað ef ég set það.

þetta CSS setur bara litinn á linkunum og hvernig þeir eru þegar þú ferð með músina yfir linkinn og hvernig hann er eftir að þú hefur klikkað á hann og svoleiðis. En hérna er CSS-ið sem ég ætla að sýna ykkur:

[style type="text/css"]

div.mynd1{position:absolute; left:110; top:115;}



Þarna ertu hreynlega að stilla að div tagið sem er skilgreint sem mynd1 eigi að vera 115 pixla(pixels) frá toppnum og 110 pixla(pixels) frá vinstri. - Sjá meðfylgjandi mynd.

Síðan til að setja myndina inn á síðuna seturðu bara einhversstaðar inn í body tagið svona línu t.d. [div id="mynd1"]

Svona geturðu síðan bara púslað saman öllum myndunum! Og það sem er það besta við þetta er að ég hef ekki séð að myndirnar ruglist neitt allavegana í IE 5 og 5.5 (eina sem ég hef prufað þetta í) og síðan meira að segja virkaði þetta í Netscape 4! Svo getiði náttúrulega haft texta inn í div taginu og svoleiðis en allavegana svona virkar þetta, vonandi hefur einvher hlotið góðs af.

A.T.H. afsakið þetta með myndina, ég þurfti að gera hana í Paint af því að ég er í skólanum mínum að gera þetta og hef ekki aðgang að öðru myndaforriti.
kv. <a href=“mailto:gummi@fask.org”>quashey</a>