RSACi var vottunarvél sem að gaf út vottorð um innihald vefja, sumsé hvort þeir innihalda klám, kossa(!), limlestingar eða annað ógeð, áfengi og önnur vímuefni.

Ég fékk mér RSACi rating (0 í öllum 4 categories, ekkert klám, ofbeldi, vímuefni né ljótt orðbragð) fyrir vefinn til að auka líkurnar á því að sleppa inn um dyr margra CyberPatrol pakka sem að margar eru lokaðar af undarlegum ástæðum.

Núna var mér að berast tilkynning um það að ICRA hafi tekið við af þessu.

Þeir sem vilja því fá svona heilbrigðis (eða óheilbrigðis :p) stimpil á sig geta því farið á www.icra.org, og smellt á “Label your site here”.
Summum ius summa inuria