Núna hefur Morgunblaðið fengið verktaka í að lappa upp á MBL.is og hefur nýji vefurinn litið dagsins ljós.
Veit ekki alveg hvað var verið að reyna að sýna fram á með þessu nema þá að þeir geti breytt útliti vefsins eins og Vísir.
Það sem ég sé gott við þessa breytingu er auðveldari ‘stýring’ fólks inn á aukavefi blaðsins svosem kvikmyndir, fasteignir og hluti í þeim dúr.
Hinsvegar það sem ég kann illa við er hvað vefurinn er orðinn hægvirkur og ‘gallaður’. Alltaf að fá villur á skjáinn hjá mér og menubarinn virðist fara upp í annaðhvert skipti sem ég smelli á link á síðunni.
Hvað finnst þér um nýju síðuna? Er þetta dæmi um góða vefhönnun eða ekki?