Þar sem það virðist gæta einhvers misskilnings hérna meðal notenda um hvað XHTML er í raun og veru, þá ákvað ég að skrifa örfá orð til að útskýra.
Eitt af því vandamálum sem hugbúnaðarfólk var að glíma við er hversu erfitt það er í raun að parse-a html skjal, það er engin sérstök regla hvernig það á að vera skrifað. Til að mynda gerir það ekki greinarmun á hástöfum og lástöfum (Uppercase og Lowercase), það er ekki regla hvort þú notir “” utan um gildi í breytum (attribute values) eða '' eða jafnvel hvort það er notað yfir höfuð. Þetta er bara lítið dæmi um ósamræmi milli html skjala.
Í raun og veru skiptir þetta engu máli fyrir efnisveitingu á netinu þar sem vafri á ekki í miklum vandræðum með að parse-a svona skjal og birta jafnóðum því það er maðurinn sjálfur sem túlkar það sem kemur út þessu. En þetta er erfiðara fyrir hugbúnað, eins og fyrir leitarvélar, linka tékkara, tæki til að parse-a ákveðið efni af öðrum vefjum.
Lausn á þessu vandamáli lá ekkert í augum uppi, fyrr en annar staðall, keimlíkur html, fékk byr undir báða vængi. Það er XML. Þessi staðall var hannaður til að senda gögn á milli tveggja punkta, þessi staðall fyrirgefur ekki vitleysur, hann gerir greinarmun á stórum og litlum staf, hann vill “” utanum gildi í breytum, það þarf að segja honum hvenær “tagi” er búið og svo framvegis. Þetta einfaldara ofboðslega alla pörsun á skjölum.
Þá lögðu nokkrir “snillingar” hausinn í bleyti og út úr því kom að hræra þessum tveimur stöðlum saman í einn feitann og góðann og fékk sú kaka nafnið XHTML.
Breytingin er semsagt í hnotskurn að html-ið í xhtml þarf að vera “well formed”, það er að segja öll tög sem eru opnuð þarf að loka aftur, skjal þarf að hafa eitt ákveðið root element (html) og þarf að byggjast upp í fullkomið tré. Með því er ég að meina að í xhtml er ekki hægt að gera <b><i>texti<b> heldur verður að hafa þetta <b><i>texti<i><b> (vona þetta komi rétt út). Ekki er lengur löglegt að gera <br> og þarf því að gera <br></br> eða nota styttinguna sem er fengin úr XML og gera <br/>
Svo kemur að því sem virðist hafa verið að rugla ýmsa hérna. Annar staðall er til, sem heitir CSS. Þessi staðall var gefin út til að virka með XML og HTML, hann er velkomin í XHTML skjöl einnig.
Með þessu ætti það vera ljóst að töflulaus hönnun á vef er ekki það sama og XHTML, og menn geri sér grein fyrir að XHTML er ekki vefstaðallinn heldur er html líka þekktur og viðurkenndur staðall. Það er ekkert sem mælir á móti því að nota html eins og það er í dag, ef það er ekki krafa að skjalið eigi að vera parser vænt.
Einnig ætti það að vera ljóst að hvernig vafri birtir vefsíðu kemur þessum stöðlum (html og xhtml) ekkert við. Það stjórnar bara uppbyggingu vefjarins. CSS aftur á móti á að segja browser hvernig hlutirnir eigi að líta út.
Svo fyrir þá sem halda að Microsoft sé hið illa afl í netheiminum, þá vil ég benda á að í báðum útgáfum af xhtml recommendation-inu (eins og þetta heitir) voru tveir MS menn.
Bestu kveðju