Ég sjálfur notaðist við þessar aðferðir áður en ég sá ljósið og skil því þeirra sjónarmið mæta vel. Það þarf að yfirstíga ákveðinn þekkingar þröskuld áður en haldið er útí notkun á vefstöðlum (aðallega xhtml og css layout).
Ég ákvað að taka saman lista yfir helstu atriði sem ég tel vera góðar ástæður fyrir því að nota eigi vefstaðla og þá aðallega xhtml.
10 ástæður fyrir því að nota vefstaðla…
1. Tímasparnaður
(ég er mikið fljótari að skrifa vefsíður í töflulausu og réttur markuppi en í endalausum töflum með spacer img og öðru junki)
2. Þú veist að síðan virkar á öllum “nýjum” vöfrum á öllum kerfum
(Þó að við “hinir”, ekki IE á pc séu ekki nema örfá %, þá eru það samt kúnnar og oftast háværustu kúnnarnir)
3. Stærð síðunnar
(Við endurskrift og endurhönnun á vef sem ég gerði um daginn þá skafaði ég c.a. 70% af htmli burt. og losaði mig við 80 1px gif myndir)
4. Siðan birtist hraðar
(þar sem töflur hægja mikið á renderun á síðunni)
5. Aðgengi
(fólk með hamlanir notar netið líka, það að þú sért sjónskertur/blindur eða fatlaður á ekki að vera hindrun á að geta skoðað vefsíður)
6. Viðhald/breytingar
(Kóðinn verður minni og skýrari þá er viðhald auðveldara, ennig að breyta miklu, jafnvel skipta alveg um útlit er auðveldara þar sem útliti er stýrt af css)
7. Leitarvélar index síðuna betur
(google er stærsti “blindi” netnotandi í heimi, að gera rétt markup, nota [h1] og [p] og
- í stað tafla þá ná leitarvélar að skilja betur hvernig síðan er uppbyggð og skila niðurstöðum betur því þær gátu lesið síðuna betur)
8. Prentun
(Það er mjög auðvelt að stýra prentvænu útlit með css media=“print”, engin sér prentvæn síða, bara eitt css skjal sem gerir það sem þarf að gera.)
9. Þú vefar fyrir framtíðina
(hvað á þetta að þýða… ef þú notar staðla þá veistu að þeir browserar sem koma á næstu árum, hvort sem þeir séu M$ eða ekki, muni skilja síðuna þína rétt, og engin þörf fyrir því að endurgera síðuna til að þóknast nýjustu tækni og vísundum:)
10. lófatölvur of farsímar
(þessi tæki með innbyggðum browser fara léttara með að skoða síðuna, þeir geta slökkt á css ef það er virkt og lesið síðuna án þess að skrolla til hliðar, auk þess sem að minni síður hlaðast inn hraðar á þessum tækjum sem er ekki með hraðann gangaflutning.)
ég gæti eflaust talið upp fleiri atriði en ætla að leyfa öðrum að taka það að sér ef þeir nenna.
einnig skora ég á þá sem geta komið með rök á móti einhverju af þessum atriðum að gera það. ef þið þorið ;)
kv,