Halló öll.
Ég oft og mörgum sinnum í gegnum tíðina pirrað mig á því hvað DHTML felligardínuvalmyndir eru alltaf…
…óaðgengilegar (fötluðum, leitarvélum, frumstæðum vöfrum).
…sóðalegar hvað varðar HTML kóðann í valmyndunum.
…þungar og luralegar í hleðslu (10-20KB+ javascript, etc. etc.)
Ég sá fyrir skemmstu nokkuð áhugaverða lausn sem virkar fínt sem svona lóðrétt smellivalmynd sem opnast og stækkar/síkkar eftir því sem á hana er smellt: http://www.holovaty.com/staticpages/2theadvocate_naviga tion.html
Ég er búinn að prófa mig áfram með að útvíkka þessa DHTML lausn þannig að hún virki fyrir láréttar valmyndir og mouseover valmyndir, með sæmilegum árangri, en samt er langt í land með að útkoman sé almennilega frambærileg. Málið er að ég er ekki nægilega klár javascript forritari. (Hei, maður verður að fá að vera lélegur í einhverju ;-)
Því langar mig að setja þetta vandamál mitt fram sem opinbera áskorun til allra þeirra sem þykjast vera sleipir í DHTML, CSS og javascript í þeirri von að útkoman verði eitthvað sem allir geta grætt á.
- höfundarnir fá ómælda frægð og virðingu (mína a.m.k.).
- notendur vefsvæðanna okkar fá léttari og aðgengilegri valmyndir.
- við vefforritararnir verðum fljótari að útfæra góðar DHTML valmyndir.
Áskorunin er því: Getur þú betrumbætt þessar DHTML valmyndir?
http://mar.anomy.net/files/2003/09/dhtml-challenge/
Með von um spennandi viðbrögð - Már Örlygsson
P.S. þessi áksorun var líka send á póstlistann isl-code@lists.disill.is