Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst einstaklega hvimleitt að lesa tög sem byrja og enda svona [tag] Þrátt fyrir að það sé ansi snjöll lausn. Mig langar þessvegna til þess að benda á gamalt tag sem heitir xmp. Ég veit að stuðningi við þetta tag var hætt í HTML 4 en flestir browserar birta það ennþá og munu stærri browserarnir gera það áfram.
Þetta virkar semsé svona
<xmp>
<tag>Þetta tag birtist í huga</tag>
<tag2>Þetta tag myndi birtast líka</tag2>
</xmp>
Hér fyrir ofan notaði ég í raun ekki xmp, þar sem xmp tagið sjálft birtist aldrei í browsernum. Semsagt allt sem er innan xmp tagana er skrifað út nákvæmlega eins og það er skrifað inn, skiptir ekki máli hvort það er 1 lína eða 100, munið bara að loka xmp aftur.
Hér fyrir neðan nota ég hinsvegar <xmp></xmp>.
<xmp>
<h3>Ég skora á þá sem sjá um huga.is að gera function sem birtir HTML</h3>
<hr />
<p>Þetta væri ekki mikið mæl í PHP</p>
</xmp>
og hér kemur svo HTML útkomann.
<h3>Ég skora á þá sem sjá um huga.is að gera function sem birtir HTML</h3>
<hr />
<p>Þetta væri ekki mikið mál í PHP</p>
Það væri líka hægt að nota string functionirnar í PHP til þess hreinlega að búa til tag sem myndi birta allt á milli í HTML. Þannig myndi þetta birtast í öllum vöfrum, en það er náttúrulega undir snillingunum á bakvið huga komið.
Ég vil endilega fá að heyra frá þeim sem sjá ekki xmp tög í sínum browser. veit að þetta virkar í Netscape og IE en ekki lengur í Opera (þar sem þetta er gamalt tag og þeir leggja upp úr hraða). Ég tel þó líklegra að stóru vafrarnir munu halda áfram að styðja við þetta ‘for backwards compatibility’.
Ég legg til að við förum að skiptast á nytsamlegum kóða hér með.
Hvernig líst ykkur á þetta?
Kv. Zoetrope
P.S. Það getur vel verið að komin sé betri lausn, með áframhaldandi stuðningi í HTML, vil endilega heyra ykkar skoðanir á þessu.