Önnur kynslóð vefforritunar Þegar maður horfir á þau tól sem eru til staðar í dag fyrir vefforitun (þá á ég ekki við HTML hlutan heldur ASP, JSP o.s.frv) þá verður ekki komist hjá þeirri niðurstöðu að þau eru mörg hver (ef ekki flest) frekar fátæklega og erfið viðureignar. Allavega ef þau eru borin saman við þau tól sem “venjulegir” forritarar hafa yfir að ráða.

Að mörgu leiti má segja að vefforritun sé bara rétt að slíta barnskónna og standi að stóru leita í svipuðum sporum og þessi svokölluðu venjulegu forritunarmál stóðu í þá daga sem COBOL of FORTRAN og kannski hugsanlega C voru upp á sitt besta.

Ekki fer mikið fyrir visual tólum sambærilegum við VB eða Delphi, það er víst.

En þetta er að breytast. Þó mun eflaust sumum þykja breytingin erfið.

Microsoft er nefnilega að fara hleypa af stokknum ASP.NET (það hefur verið nefnt hér áður). Auk þess að vera mikil framför í sjálfu sér þá mun einnig verða mun auðveldara að útbúa visual tól fyrir ASP.NET þannig að það þarf ekki að vera nema eitt til tvö ár þangað til hver sem getur dregið og smellt mús getur útbúið einfalda heimasíðu með server-side virkni.

Það er svo aftur annað mál að það er eitt að geta gert hlut og annað að geta gert hann vel :)

- ibwolf