Jæja ég sá að ibwolf hafði sent inn mynd og spurt um hvort síðan þín væri XHTML validate-uð því var ekki um annað að ræða en að skella inn tutorial hvernig síðan þín getur orðið það.

Nú fyrir stuttu tók XHTML 1.0 við að HTML 4.0 sem þýðir að XHTML er núna W3C Recommended.

XHTML er nákvæmlega sama og HTML, einu munurinn er að XHTML var gert til þess að vinna með XML og þar sem XML hefur ákveðnar reglur verður XHTML að fylgja þeim.

Því hefur verið fleygt að XML sé framtíðin og því er um að gera að skipta yfir í XHTML og gera síðuna tilbúna fyrir XML-ið

Þegar þú skrifar XHTML síðu skrifaru bara venjulegt HTML fyrir utan nokkrar undanteknar. Þ.e.a.s þú verður að fylgja reglunum og fara eftir þeim, í HTML-i var hægt að komast upp með sitthvað og HTML-arar þekktir fyrir að svindla á W3C Standard-inum til þess að allt virki í IE OG NN. Það má ekki í XML og þar afleiðandi má það ekki í XHTML.

Eins og áður kom fram er XHTML í raun og veru HTML skjal, því vistast það sem .html en ekki .xhtml

Til þess hafa síðuna XHTML validate-aða þarftu að fara eftir nokkrum reglum:

NR01
Document Type Defintion

DTD er nauðsynleg og verða að vera notuð til þess að segja browser-inum hvernig skjal hann er að lesa.
Þau eru eftirfarandi:
- [!DOCTYPE html PUBLIC "-//W3C//DTD XHTML 1.0 Strict//EN" "DTD/xhtml1-strict.dtd"]
- [!DOCTYPE html PUBLIC "-//W3C//DTD XHTML 1.0 Transitional//EN" "DTD/xhtml1-transitional.dtd"]
- [!DOCTYPE html PUBLIC "-//W3C//DTD XHTML 1.0 Frameset//EN" "DTD/xhtml1-frameset.dtd"]

NR02
Allt verður að vera rétt nestað.
- texti -> rétt
- texti -> vitlaust

NR03
Öll gildi verða að vera kvótuð.

Sumir hafa lagt það að vana að kvóta ekki gildi svo sem í , [td align=left] og svo framvegis.
Þetta gengur ekki lengur. Öll gildi verða að vera kvótuð. Bæði tölur og gefin gildi.
- align=“center”
- width=“100%”

NR04
Loka verður öllum tögum.

Nú ert þú sjálfsagt að hugsa, “hvað meinar maðurinn, ég loka alltaf tögum!” Þá spyr ég á móti, hvernig lokar þú . Svarið er í flestum tilfellum nei, í .

En í XHTML verðuru að loka, XHTML pre-lokar. Snilld!… Ekki alveg, Netscape böggar allt og alla eins og alltaf og skilur þetta ekki, en við hverju vandamáli er lausn og lausnin er einfaldlega að skella bili á milli.
-
- [br /]
- [hr /]

Munið að nú er skylda að loka [p], eitthvað sem ég hef aldrei gert. Ég skrifa því alltaf [p /].

NR05
Case-Sensitivity

XML er case-sensitive. Í HTML-i breytir engu hvort þú skrifar texti eða texti eða jafnvel texti. En XML-ið tekur þetta sem mismunandi hlut, þar af leiðir að nú verður allt html-ið að vera skrifað í lower-case.
- texti

NR06
Shorthand Tög

Shorthand Tög eins og nowrap og checked verða að vera skrifuð á eftirfarandi hátt checked=“checked” nowrap=“nowrap”.
- [td nowrap="nowrap"]texti

Jæja þá er það komið, gullnu reglurnar fyrir því að skrifa XHTML. Til þess að yfirfæra fælinn geturu síðan farið á http://validator.w3.org/

Vona að þetta eigi eftir að hjálpa eitthvað.. bráðlega skelli ég síðan inn smá XML kynningu og kennslu.

kv.
ask