Nú sem stendur er www.hugi.is/vefsidugerd/ 89KB,
html skjalið sjálft er c.a. 75KB.
síðan er ekki valid html (validator.w3.org)
Það er synd að síða sem hýsir áhugamál um vefsíðugerð og er sótt af jafn hæfum vefurum og okkur skuli ekki vera betur vefað en það er. Ég er ekki að segja að þeir sem gerðu vefinn séu vanhæfir, en hann er barn síns tíma og kominn tími á smá facelift.
Ég legg til að við endurvefum www.hugi.is/vefsidugerd í xhtml transitional, látum hana vera valid og fylgjum stöðlum. Aðskiljum útlit frá uppsetningu. Látum textann vera stækkanlegan í IE. Tökum tillit til aðgengi fyrir fatlaðra (þeirra sem nota texta browsera eða texta lesara til að vafra um síðuna)
Sem dæmi um xhtml, staðla og rétt markup (fyrir þá sem hafa ekki kynnt sér þetta)
1.minnka notkun á töflum, helst ekki nota töflur við framsetningu, nema auðvitað þar sem töflur eiga að vera. nota frekar div til að afmarka svæði.
2. leiðakerfi í vinstri hlið á að vera listi, ul og li.
t.d.
[div id="leftMenu"]
- Forsíða
- Tölvur og tækni
- Farsímar
- Vefsíðugerð
[ li]Greinar - Tenglar
- Spjallið
[ /ul]
3. Fyrirsagnir eigað að vera heading
t.d.
[h2]Korkur
[h2]Skoðanakönnun
[h2]Tilkynni ngar
4. texti innan [p]
Auðvitað þýðir þetta ekki að hugi.is vilji/geti notað okkar útgáfu en þetta verður kannski til þess að þeir endurskoði síðuna sína. minnka álag á servera með minni síðum og hafa betra aðgengi fyrir þá sem eiga við einhverja hömlun að stríða.
Ég legg til að við reynum að fá einhvern til að hýsa fyrir okkur síðuna og haldi utan um skjölin (jafnvel spurning hvort ég geri það ekki sjálfur ef enginn annar getur, kannski vill hugi sjálfur aðstoða með þetta :)
t.d.
www.minsida.is/hugakeppni/keppandi/index.ht ml
www.minsida.is/hugakeppni/keppandi/css/
www.minsid a.is/hugakeppni/keppandi/img/
Fyrir þá sem vilja kynna sér staðla:
www.webstandards.org/
www.alistapart.com/stor ies/betterliving/
www.alistapart.com/stories/flexiblel ayouts/
www.zeldman.com
kveðja,
Spaceball
kv,