Undanfarið hef ég verið að fylgjast meira með Mozilla vafranum góða og ég verð að segja að hann er svoooo mikið að rokka. Það sem er kannski að rokka ennþá meira er annar vafri sem er byggður á Mozilla og heitir Firebird (hét áður Phenix). Hann er ennþá á þróunarstigi en er samt orðinn nægilega góður finnst mér svo ég ákvað að skipta alveg úr Internet Explorer sem ég hef alltaf notað. En það er kannski með þetta eins og svo margt annað að þegar þú veist ekki betur finnur þú auðvitað ekki ástæðu til að breyta :-)
Fyrir þá sem hafa aldrei heyrt minnst á Mozilla vafrann byggir hann á Gecko vélinni sem sér um, í mjög stuttu máli, að teikna vefsíðurnar á skjáinn fyrir fram þig.
“Gecko is the revolutionary next-generation browser engine designed to support open Internet standards such as HTML 4.0, CSS 1/2, the W3C Document Object Model, XML 1.0, RDF, and JavaScript. Gecko also includes a set of complementary browser components that work alongside the layout engine to form the founding platform for the Mozilla browser and for products from commercial vendors such as Netscape 6, the AOL-Gateway browsing appliance, and others.” - http://www.mozilla.org/newlayout/
Firebird er frábrugðinn Mozilla pakkanum að því leita að aðeins er um að ræða vafra en ekki póst- og spjallforrit sem koma með hinum. Hann er líka einfaldari í notkun og fljótari að keyra upp þegar þú þarft að nota hann. Verandi fyrrum IE notandi fann ég fljótlega hraðaukningu. Síður eins og spjallið á Visir.is sem getur stundum verið verkur í afturendann virkuðu allt í einu eins og í draumi.
Það fyrsta sem þú tekur eftir, ef þú hefur notað Phenix, er að það er komið nýtt “theme” eða útlit. Þetta nýja finnst mér stórfínt og það tók enga stund að venjast því. Það sem heillar mig mikið við Firebird er hversu einfaldur hann er, það er ekkert auka drasl sem er eitthvað að þvælast fyrir þér. Bara þessir nauðsinlegu takkar eins og áfram, til baka, stop og helstu stillingar.
Eitt af því sem ég ákvað að prófa þegar ég skipti úr IE var svo kallað “Tabbed browsing” sem ég mæli með að fólk skoði. Kosturinn við þetta er að þú getur verið með margar síður opnar inní einum vafra í stað þess að þurfa alltaf að opna nýjan og nýjan vafra fyrir hverja vefsíðu sem þú vilt skoða, þ.e.a.s ef þú vilt hafa margar síður opnar í einu.
Annað nýtt sem IE notendur hafa ekki fengið að venjast eru auka viðbætur sem hægt er að sækja fyrir Firebird og Mozilla. Þegar eru til einhverjir tugir af viðbótum sem hægt er að sækja. Ég prófaði t.d að sækja “Web Developer” viðbótina en hún inniheldur nokkur sniðuga möguleika eins og að slökkva á JavaScript, Java og CSS með einum músarsmell. Einnig er hægt að fela allar myndir á viðkomandi vefsíðu, sýna útlínur HTML hluta eins og texta, mynda eða taflna o.m.f. Önnur sniðug viðbót sem ég prófaði heitir “Mouse Guestures” en með henni getur þú stjórnað vafranum með því að hreyfa músina þína eftir ákveðnum reglum og þannig t.d farið á milli vefsíðna, stækkað smáar myndir og eitthvað fleira sem ég er ekki búinn að prófa.
Mozilla hefur alltaf verið með betri stuðning fyrir þá sem eru að smíða vefsíður en flestir vafrar. T.d mæla margri með að nota Mozilla ef þú ert að skrifa JavaScript því hann gefur þér nákvæmari og betri upplýsingar um allar villur í JavaScript Console tólinu sem fylgir með. Ekki skemmir fyrir að stuðningur við þekkta vefstaðla eins og XML, CSS, HTML o.s.frv. er með besta móti.
Eftir atburði síðustu daga og vikna er líka kominn önnur ástæða til að skipta þar sem svo virðist sem Microsoft ætli ekki að koma með nýjan vafra fyrr en árið 2005 þegar Longhorn, næsta útgáfa af Windows á að koma á markað. Hægt er að lesa meira um þetta á síðunni hjá vefsnillingnum Jeffrey Zeldman.
Nokkrir vel valdir tenglar :
http://www.mozilla.org/projects/firebird/
http:// www.zeldman.com/daily/0603a.shtml#goredbylonghorn