Tengla grein
Jæja, það er löngu kominn tími á grein hérna. Ég ákvað að taka saman nokkrar góða tengla sem ég nota mikið þegar ég er að vinna og nördast við vefhönnun.
-
Alistapart
http://www.alistapart.co m
Þessi síða er svakalega góð, það verða allir sem hafa einvher áhuga á vefhönnun að skoða þessa gersemi. Alistapart er einskonar veftímarit fyrir fólk (slagorðið þeirra er “For People Who Make Websites”) sem vinnur við vefinn og er uppfullt af frábærum greinum um hann. Aðal maðurinn á bakvið vefsíðuna er frægur vefhönnuður að nafni Jeffrey Zeldman (http://www.happycog.com/people/zeldman/). Zeldman þessi er einn af bestu og virtustu vefhönnuðum heimsins … stór orð en þessi maður er vægast sagt mjög fær. Hann hefur t.d skrifað bók sem byggir á reynslu hans sem einskonar frumkvöðuls í vef bransanum. Bókin hans heitir “Taking Your Talent to the Web”. Ég hef ekki lesið þessa bók en mig langar mikið í hana!
-
Jeffrey Zeldman
http://www.zeldman.com/
Snillingurinn sem ég talaði um hérna fyrir ofan. Þetta er síðan hans. Hún inniheldur mikið magn upplýsinga um vefhönnun allt frá árinu 1995 til dagsin í dag.
“In 1998, he co-founded The Web Standards Project, a grassroots coalition of web designers and developers that helped end the Browser Wars by persuading Microsoft and Netscape to support the same technologies in their browsers”
http://www.happycog.com/people/zeldman/
-
Youngpup
http://www.youngpup.net/
Þessa síðu fann á flakki um google eins og svo margar. Youngpup er einhver náungi frá Atlanta sem heitir, eftir því sem ég komst næst, Aaron og er svakalega klár “Java-scriptari”. Hann er með allskonar nytsamlega hluti á síðunni sinni sem hann hefur verið að þróa. Hann er líka með fínar greinar sem ég er mjög hrifinn af. T.d er hérna grein um pop-up glugga, kannski ekki mjög spennandi í fyrstu en það er að fleiru að huga en að opna gluggann.
“Forget everything you know about creating pop-up windows. Most importantly, forget you ever knew that the javascript pseudo-protocol ever existed. Do you hear me??”
http://www.youngpup.net/?request=/articles/how -to-create-popups.xml
-
Peter-Paul Koch
http://www.xs4all.nl/~ppk/
Peter þessi er freelance vefhönnuður og forritari frá Hollandi. Hann heldur úti myndarlegri vefsíðu þar sem hann skrifar um tilraunir sínar á vefnum. Eitt af því merkilegast þarna er kort sem hann hefur gert sem sýnir stuðning mismunandi vefskoðara við CSS2 staðalinn. Annað áhugvert á síðunni er þetta JavaScript fall sem ég er farinn að nota í nánast allt JavaScript sem ég þarf að gera. Ómissandi ef þú vilt skirfa gott “cross-browser” JavaScript.
http://www.xs4all.nl/~ppk/js/dhtmloption s.html
-
Jamm og jæja, þetta er orðið ágætt.