Mjah… heitar umræður, það var lagið. Um að gera að hafa smá chaos í þessu. Klikkun, AÐ EILÍFU!
Jæja, nóg um það.
Margir hafa góða og gilfa, neikvæða skoðun á þessari grein, en eitthvað hefur verið að tala um fordóma gegn DreamWeaver og eitthvað, sem ég tel ekki alveg rétt í þessu samhengi. Því langar mig að koma með mína eigin túlkun á þessari grein og meiningu höfundar, hinum annars fyrirmyndartölvunerði, Tolla.
Í fyrstu línu tjáir höfundur sig um að honum finnist prívat og persónulega nafnið “Macromedia” ógeðfellt. Hvernig þetta skiptir nokkru einasta máli fer framhjá mér, hvað höfundi finnst um þetta (að mínu mati) annars ágæta nafn. Ég meina… mér finnst BeOS alveg hörmulegt nafn, en mér finnst stýrikerfið ágætt. Bara sem dæmi um hversu ómarktækt það er hvað höfundi finnst um þetta nafn. Nóg um það.
Í næstu málsgrein hælir höfundur forritum eins og HomeSite og JRun. Nú hef ég varla neina reynslu af JRun en ég hef aldrei heyrt neitt nema einróma lof um þá græju. HomeSite aftur á móti *hef* ég notað, og fíla alveg í þrefaldar ræmur sjálfur. Lítið út á þá málsgrein að setja.
En nú kemur sprengingin. Guttinn fer að dissa DreamWaever á svona… nettan hátt. Hann byrjar reyndar á því að taka sérstaklega fram að hann hefur ekki fengið þann heiður að nota DreamWeaver mikið, þar með sögðu að viðurkenna að hann viti ekki mikið um DreamWeaver, en við skulum gefa okkur það að höfundur viti að DreamWeaver er WYSIWIG HTML editor.
Og nú hef ég eiginlega lítið til varnar höfundi annað en mitt persónlega álit, sem ég hvorki geri ráð fyrir né óeka eftir að aðrir hafi einnig.
Það eru til þrjár tegundir af vefurum. Vefarar sem nota eingöngu WYSIWIG tól, vefarar sem skrifa allan sinn HTML kóða í einhverjum no-name textaritli, og síðan eru þeir sem eru andskotans sama.
Ég er af gerð 2, sem og félagi Tolli. Við erum einir af þeim stórmerkilega fáa hópi sem byrjaði að skrifa HTML fyrir bókstaflega mörgum árum, og er því að halda í nokkuð gömul trúarbrögð, sem eru þau að maður eigi, ef maður mögulega getur, að skrifa sinn HTML kóða sjálfur. Á hverju þessi trúarbrögð byggjast er alveg efni í nokkrar greinar svo að ég ætla að láta í friði að rekja söguna hérna.
Ég segi þó fyrir mitt að ég er sáttur við DreamWeaver, vegna þess að ólíkt hverju öðru og einasta öðru WYSIWIG tóli sem ég hef jafnvel heyrt um, prumpar það alveg skikkanlegum kóða, þó auðvitað með einstaka, fyrirgefanlegum undantekningum.
Það sem félagi Tolli er að tjá hér, er það að hann vill nota HomeSite en ekki DreamWeaver. Ég veit að ef ég fengi að velja á milli þess að nota HomeSite og DreamWeaver, myndi ég hiklaust velja HomeSite, vegna þess að það er í raun bara textaritill með vefsíðugerð í huga, og því er það auðvitað alveg pakkað af öllum þeim fítusum sem ég og Tolli getum jafnvel látið okkur detta í hug að nota. Tolli er með þessari grein að lýsa áhyggjum sínum yfir því að fá hugsanlega ekki að nota góða græjur eins og HomeSite til að iðka sína trú. Sem er mjög slæmt.
Hvers vegna Tolli telur að þessi sameining eigi eftir að hafa eitthvað svona í för með sér, veit ég ekki. Og er reyndar alveg hlandsama, líka. Ég hef ekki notað HomeSite síðan í útgáfu 2.0.
En allavega… hvað fordóma varðar, þá langaði mig að segja fyrir mig að hann er ekki að segja að DreamWeaver geri algerlega *fáránlegan* HTML kóða eins og FrontPage, heldur einfaldlega að DreamWeaver sé WYSIWIG tól, og að hann sé ekki WYSIWIG-maður. Þetta sér auðvitað hver einasti maður sem er af Tegund-2 (eins og ég og Tolli), en hefði mátt koma betur fram fyrir þá sem þekkja ekki hvað það er að vera Tegund-2. :)
Þetta er svona… friðarræða. Ég hef engan áhuga á því að sannfæra neinn um að skrifa allan sinn HTML kóða, enda er eflaust þorrinn af WYSIWIG-only notendum mun minna treystandi fyrir því að gera góðan HTML kóða heldur en DreamWeaver-staffinu. Með því er ég að sjálfsögðu ekki að segja að það séu meirihluti DreamWeaver-notendur fávitar, heldur eingöngu að þeir hafa af augljósum ástæðum ekki kynnt sér HTML jafn vel og þeir sem eru af Tegund-2.
Að lokum langar mig að taka fram að ég nenni ekki að yfirfara þessa grein því að leturgerðirnar hjá mér eru í einhverri stöppu. Fleimið ef þið viljið, ég ver þá bara skoðanir eftir því sem við á. :)