Ég hef verið að dúlla mér við það að búa til síðu sem að er með leitarvél á. Þið getið kíkt á hana á http://www.search-them-all.com eða á http://www.search-them-all.com/iceland.htm
Vandamálið við hana er að aðilinn sem að ég fæ leitarniðurstöðurnar frá er bandarísk leitarvél og þíðir það að það eru mjög fáar íslenskar síður sem að koma fram í leitarniðurstöðunum. Þetta gerir það að verkum að þeir sem vildu nota þessa leitarvél til að finna íslenskar síður verða fyrir miklum vonbrigðum sökum fárra síðna í gagnagrunninum.
Ég hef haft samband við leit.is til að athuga hvort ekki væri hægt að fá niðurstöður frá þeim í leitarniðurstöðurnar mínar en ég fékk ekki neitt svar frá þeim.
Er einhver með hugmynd um hvernig ég gæti bætt leitarniðurstöðurnar fyrir íslenska notendur?