Þetta hefur verið dálítið umræðuefni. ASP hefur orðið undir í umræðunni af þeirri einföldu ástæðu að ASP er viðbjóður frá helvíti og þeir einu sem eru ósammála því eru þeir sem þekkja ekkert nema ASP.
PHP hefur náð talsverðri fórfestu, enda um einfalt, *mjög* hraðvirkt, og mjög öflugt mál að ræða. Ég vinn sjálfur við PHP og get það með sönnu sagt að í PHP er að finna ótrúlegustu skipanir. Ég hef allavega ekki rekist á neina þröskulda í PHP og margoft forritað föll sem ég taldi ómögulegt að PHP staffið hefði sett inn í málið sjálft… sem hefur síðan reynst vera kolrangt hjá mér.
Síðan er Java. Nú ætla ég ekki að efast um ágæti Java sem forritunarmáls.
Það sem mér finnst alveg æðislega sniðugt við JSP, er að þú getur einmitt, eins og þú segir sjálfur, endurnýtt classa og dót sem aðrir hafa skrifað, sem jafnvel átti ekki einu sinni að fara á vefsíðu til að byrja með. Sem er æði.
Aftur á móti er Java frægt fyrir það að vera hægvirkt, og ekki bara hægvirkt, heldur sko… *fokking* hægvirkt.
Mér finnst forritunarmál vera eins og góð byssa… það er engin ein, alhliða lausn. Maður þarf að nota verkfæri sem tileinkað verkefninu sem ætlar í. Ég get til dæmis ekki ímyndað mér hverslags hörmung það væri að keyra forrit eins og Huga í Java. Nógu þungt er þetta í PHP, og samt er PHP léttara en loft.
Einhver talaði um daginn að Java væri öruggara en PHP, en það er auðvitað bara vitleysa og bull… það kemur *forritunarmálinu* lítið við hvort forritarinn hafi hundsvit á öryggi eður ei. Það er hægt að gera óöruggan Java kóða og það er hægt að gera öruggan PHP kóða. Það er rétt að Java keyrir á sýndarvél, en Java getur samt talað við stýrikerfið rétt eins og PHP og ASP og hvað eina. Þetta er því uppsetningar- og forritunaratriði sem er óháð forritunarmálinu.
Því hefur niðurstaða mín í talsverðan tíma hljóðað svo; PHP er vel meira en frábært í lang, langflesta vinnu hvað varðar vefforritun. Java gengur þar sem Sun eða IBM hafa ákveðið að styðja við stýrikerfið, en PHP gengur meira eða minna á nákvæmlega öllum stýrikerfum heimsins og tvímælalaust fleirum en Java, þá fyrst og fremst sökum þess að PHP er open-source og skrifað í C.
JSP finnst mér vera málið ef græjan á að tala við eitthvað annað en gagnagrunn. Til dæmis, ef ég væri með vef sem ég ætlaði síðan að búa til eitthvað remote admin-tól á, sem væri semsagt venjulegt Windows-forrit, myndi ég örugglega taka Java. Java hefur þann gríðarlega kost að vera eins alls staðar, en PHP er sérhæft vefforritunarmál og þú ferð ekkert að skrifa Windows forrit eða eitthvað gluggaforrit í PHP.
En mér finnst hvorki PHP eða JSP “einfaldlega vera málið”. Þetta fer eftir verðmætamati og því sem þú ert að fara að gera.