Flestir vita að samkvæmt w3 staðlinum er skylda að skilgreina með Document Type Definition (DTD) hvaða staðal og gerð html-ins maður ætlar að skrifa.

Þetta er spurningin sem vefari þarf að spyrja sig.

Ætla ég skrifa html 4.0 transitional, strict eða jafnvel
frame-aða síðu. (frameset).

Eða kannski ætla ég að skrifa html 3.2 þar sem html 4.0 er ekkert voðalega skemmtilegt hvað varðar backwards compatibility. Ætla ég þá að skrifa html 3.2 final eða hvað??

Ef ég síðan ákveð að skrifa html 3.2 á ég að svindla á staðlinum eða fara 100% eftir honum og hafa 100% validate-aða síðu (validator.w3.org) sem er 100% rétt skrifuð og sett upp html-lega.
Ef ég geri það þá er ég búinn að minnka við tögin sem ég hef, meðal annars get ég ekki notað attribute-ið “class”. (þ.e.a.s það virkar en það er vitlaust að nota það skv. staðlinum).

Eða skrifa ég html 4.0 til þess að hafa síðunna validate-aða og reyni að nota sem minnst af html 4.0 tögum og nota einungis lífsnauðsynlega hluti eins og “class”.

Eins og staðan í dag meira segja html 4.0 ekki lengur w3 recomended heldur er xhtml búið að taka við. Á ég þá að fara skipta yfir og skrifa xhtml (eins og staðan er núna er aðeins til version 1.0).

Á ég kannski að segja til fjandans með þetta allt og sleppa að skilgreina DTD.

Eins og ég er búinn að telja upp er helvíti mikið sem hægt er að gera og það sem ég er að leitast eftir er spurninginn sem ég spurði áðan:

Eftir hvaða staðal ferð þú og hvað gerð af honum notaru?

Til gamans má nefna að ég sá að hugi.is er skrifaður í html 4.0 strict en fer alls ekki eftir staðlinum.

http://validator.w3.org/check?uri=http%3A%2F%2Fwww.hugi.is
Þar sést allar þær villumeldingar sem koma fram.