Þótt að ég sé mjög fylgjandi opera bæði vegna þess að þeir þora í svona stóran slag og vegna þess að browserinn hjá þeim er snöggur og skemmtilegur (sem skiptir þó hverfandi máli í 800mhz tölvunni minni). Hugmyndin hjá norðmönnum þessum er að hafa browserinn frekar strippaðan og léttan sem gerir hann mjög góðan til prófunar á vefsíðum - ef síðan virkar í opera ætti hún að virka annarsstaðar. Einnig er gott að einhver sé að reyna að þjónusta þá sem eiga ekki state-of-the-art tölvur.
En það er ástæða fyrir því að ég tek explorerinn yfir í daglegt brows. Fyrst tel ég til þær ástæður að þær síður sem ég kíki ekki hvað minnst inná ganga hreinlega ekki í opera (nfvi.is og WebCT sem báðar tengjast skólanum mínum, berið nfvi.is saman í IE og opera. soldið asnalega að WebCTið virki ekki því að það er frekar útbreitt).
Svo er allt java frekar fokked up hjá mér. Jújú, stundum virkar javascriptið og stundum loadar opera appletum rétt upp en ekki nærri því alltaf. (dæmi um þetta er bourse-de-paris.fr , síða sem ég fer stundum inná, ef maður flettir upp quotes á henni fær maður bilað java-applet. Einnig kemur upp fokked up java-applet á nfvi.is og á fleiri síðum).
Það sem ég er raunverulega að segja hérna er það að internetið er meirogminna hannað fyrir IE5 og er það að sjálfsögðu þvi miður hið versta mál og í raun sorglegt. Ég meina; ef síða virkar ekki í NS eða opera er það kannski látið fljóta ef það er ekkert of alvarlegt (td. smá útlitsgalli), en ef að IE getur ekki skoðað síðuna rétt - þá svitna menn.
Jæja, en Opera: gott framlag, snöggur, lítill, léttur, þægilegur… en á töluvert í land til að vera no. 1 browserinn minn.