Dreamweaver MX Góðann daginn allir.

Mér datt í hug þar sem einhver var að spyrja um hver væri munurinn á Dreamweaver MX og fyrri útgáfum, að senda inn grein sem ég skrifaði í sumar meðan ég var í sumarfríi en nennti aldrei að klára hana og senda hana inn (stupid me :) )

Nú þar sem að ég get ekki haft myndir inní greininni ætla ég að benda á greinina með myndum.
<a href="http://www.bodvarsson.com/Articles/DreamweaverMX/DreamweaverMX.html“ target=”_blank">http://www.bodvarsson.com/Articles/DreamweaverMX/DreamweaverMX.html</a>

en hérna kemur hún án mynda og html:

Dreamweaver Mx

Þar sem ég hef ekkert að gera hérna í lestinni frá þýskalandi til danmerkur :) þá datt mér í hug að skrifa og skrifa svolítið um Dreamweaver MX, og hvað er nýtt og skemmtilegt við þetta forrit sem ég hef tekið eftir.

Nýjungar:

Vinnusvæði

það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég opnaði MX í fyrsta skipti var nýja vinnusvæðið (Workspace).
þetta er svo miklu miklu miklu betra að vinna í MX en fyrri útgáfum af Dreamweaver, það sem að þú sérð eru ekki lengur fljótandi *“pallettur” heldur er búið að skipta forritinu niður í svæði eins og ég kýs að kalla það, líkt og í td Visual Studio frá Microsoft, hægra megin á skjánum er maður kominn td. “site'ið” s.s skrárnar í verkefninu sem þú ert að vinna í.

Einnig ertu kominn með “file system” tölvunnar þinnar, þetta er fídus sem ég er búin að bíða lengi eftir, núna getur maður afritað skrár frá td “my documents” eða eitthvað álíka beint inní “site'ið”. Síðan eru fleiri svæði þarna hægra megin svo sem css styles, behaviours ofl.

Það sem hét áður “pallettur” er núna komið “docked” inní umhverfið td, properties palletann er neðst niðri vinstra megin á skjánum.

Annar soldið cool möguleiki sem er inní þessu, þú getur vistað þitt “workspace”, s.s þú vilt kannski hafa css styles gluggann niðri en ekki hægra megin, þá dregur þú hann bara þangað og vistar fyrir þig.

þú þarft samt ekkert að hafa þetta vinnusvæði svona, ef þú kýst þá geturðu haft hlutina vinstra megin í stað hægra, líkt og í homsite, s.s projectið hægra megin, eða haft þetta á gamla veginn með fljótandi pallettur.

Fliparnir frá homesite og fleiri forritum eru loksins komnir inní dreamweaver, núna skiptir þú á milli skráa með þessum flipum í stað þess að hafa þetta nýjan og nýjan glugga alltaf hreint.

Handkóðun

Að skrifa HTML kóðann sjálfur er líka orðið miklu betra en í fyrri útgáfum af dreamweaver, núna er td möguleikinn sem er í homesite og fleiri tólum sem kallast að ég held “intelligence”
það þýðir að þegar þú ert að skrifa td &lt;a&gt; tagið þá birtist “menu” með möguleikum um “attributes” fyrir það tag sem er verið að skrifa í það skipti.
og ég tók líka eftir því að þetta er betra (að mínu mati) heldur en í homesite, í homesite þarf maður alltaf að bíða lengur eftir þessum menu, en í DW MX birtist hann strax, síðan er einnig hægt að taka þennan möguleika af og jafnvel stilla hraðann á honum.

Ein önnur sniild sem er inní þessu en það er “intellengence” fyrir css classana sem er verið að nota fyrir skjalið, hvort sem það er linkað við “external stylesheet” eða “internal”, þannig að þegar þú skrifar class inní tagi, þá birtist menu með öllum klössunun…Endalaust þægilegt!!!

Einnig eru komnir inn aðrir fídusar frá homesite eins og “code completeation” s.s DW lokar tögunum fyrir þig, og eins og flest allt annað í DW er að sjálfsögðu hægt að taka þetta af ef að maður vill.


External Css Editing Integration

Núna er komin góð “External Css Editing” intergration inní DW, þetta var jú hægt í DW 4 með því að downloada extension, en mér fannst hún aldrei nógu góð.
þetta er núna komið inn og virkar fínt, gott fyrir þann sem skrifar eigið CSS.
það sem þetta gerir bara er að þegar maður velur að breyta einvherjum style eða bæta við nýjum td, að þá opnar dreamweaver annað forrit til þess að breyta css skjalinu.

Úr því að ég er nú að tala hérna smá um CSS. þá má líka einnig geta þess að þegar maður gerir css með DW þá kemur miklu læsilegri CSS kóði núna. semsagt ekki í einni langri línu fyrir hvern classa eins og hann hefur gert hingað til, heldur gerir hann þetta eins og á að gera þetta að mínu mati…læsilegt.

Keyboard shortcuts

Núna er kominn “customizable” flýtihnappar, maður getur semsagt stillt sína flýtihnappa eins og maður vill, búið til mörg mismunandi sett osfr.
mjög þægilegt.



Dýnamískar síður

Hvað varðar nýja hluti varðandi í að búa til dýnamískar síður í DW þá er kominn stuðningur fyrir .NET og PHP, en í Dreamweaver Ultradev var engin stuðningur fyrir þessi mál (enda .NET ekki komið þá), þá var aðeins einhver stuðningur fyrir ASP og JSP.

ég ætla ekki að vera fara ofan í þetta neitt dýpra enda er það heilt efni í nýja grein :)

Þetta er náttúrulega bara hluti af nýjum hlutum í Dreamweaver MX, en þetta er svona það helsta sem ég man eftir.
Haukur Már Böðvarsson