Er ég sá eini sem vill fá senda takkann hægra megin og hreinsa vinstra meginn.

Það er svoleiðis þegar maður sendir inn grein. En þegar maður er í korknum er hreinsa hægra meginn og senda vinstra.

Fyrir mér meikar það ekki sens. Það einhvernveginns stimplað inn í mann að hægri sé áfram og vinstri tilbaka. Það kemur nátturlega til með því að við skrifum vinstri til hægri og lesum vinstri til hægri. Flettum hægri blaðsíðunni og þegar við flettum til baka flettum við vinstri blaðsíðunni.

Fyrir mér ætti þá hreinsa takkinn að vera vinstra meginn og senda takkinn hægra meginn. (eins og þegar maður sendir inn grein). En af einhverri furðulegri ástæðu er það ekki í korkunum.

Þá er líka hægt að fara út á þá umræðu að góð vefhönnun sé samræmi. Að vefurinn sé samkvæmur sjálfumsér. Það er að segja, sömu hlutirnar út allan vefinn. Sem er í þessi tilfelli ekki.

Notandinn ruglast ef það ef uppsetning er ekki sú sama. Það þýðir þá ekki að hæfa senda takka vinstra meginn á einni síðu og hægra meginn á annari.

Þá vill ég líka spyrja afhverju get ég bara yfirfarið í korknum.

Getur einhver útskýrt þetta hrikalega ósæmræmi??