Eins og staðan er í dag, í þeirri öru þróun hjá landsmönnum í því að tengjast Internetinu á ADSL hraða og auknum áhuga á vefsíðum og hýsingu á eigin þjónustum. Lítil fyrirtæki að setja upp eigin síður og hýsa sjálfir, enda tengingin til að sinna ekki svo rosalega dýr. En aftur á móti þegar skrá á t.d.lén þá fyrst rýkur kostnaðurinn upp, vilji menn hýsa vefinn sinn hjá sér. (Eins og t.d. ég)
En það sem ég vildi vekja athygli á að til að geta haft .is endingu á domaini þarf Isnic að samþykkja (ekki einn heldur tvo) “Nafnaþjóna”, sem að mér skilst þurfi að vera staðsettir hérna á Íslandi. Nú hef ég verið að gera stutta og ekki mjög ítarlega athugun á því hvað það myndi kosta mig, að hýsa vef hérna heima. Og í stuttu máli talið er það svona
Lén startgjald 12.450.-
svo ársgjald sem er tæplega 10.000.- held ég
Föst IP tala (frá kr. 0 (fer eftir þjónustuaðila) uppí 2000 kr. á mánuði.
Svo er það sem ég vil helst vekja athygli á, DNS færslur
lægsta verðið sem ég hef fundið hingað til er kr. 1.245 kr./mán
fyrir það eitt að vísa á rétta IP tölu.

Þetta finnst mér glæpsamlegt, það er víða verið að bjóða þetta frítt erlendis, en hér á íslandi er ekkert slíkt. (að ég viti til)

Því spyr ég, eru einhverjir sem bjóða uppá þetta frítt eða fyrir amk raunsæja tölu.
kcg@kcg.is