Sælt veri fólkið!
Ég er að rembast eins og rjúpa við staur að læra allt sem ég get um vefsíðugerð á eigin spýtur og hef verið að leita seinustu viku að réttum “newbie” bókum til varðandi ýmis kerfi s.s. java, asp, php, cgi o.fl. Um að gera að nota verkfallið :) Málið er að ég kann bara html og css (nokkurnvegin það sama) en langar að læra meira.
Er einhver að lesa þetta sem hefur staðið í sömu sporum og ég og náð sér í frábærar byrjendabækur um efnið? Hvar ætti ég t.d. að byrja. Það er nokkuð ljóst að ég læri ekki allt í einu. Ég var t.d. langt kominn með að kaupa bók um Asp en sá þá að maður þurfti að hafa aðgang að server til að runna scriptin.. (stupid me) Er ekki einhver séns að setja upp virtual server eða eitthvað. Allavega, góðar newbie bækur einhver! Komið bara með nafnið eða isbn númer eða eitthvað. Leitaði líka á boksala.is en það voru t.d. hundrað og eitthvað bækur um java.. HJÁLP ;)