Eins og áður hefur komið fram hefst skráning stundvíslega klukkan 18:00 næstkomandi föstudag. Fyrstur kemur fyrstur fær! Athugið er að NAUÐSYNLEGT er að hafa eftirfarandi upplýsingar réttar ef þið skráið félaga ykkar: Fullt nafn, kennitala, fullt heimilisfang, símanúmer, netfang, clan, hvort viðkomandi sé með leikjaáskrift, og síðast en ekki síst í hvaða einstaklingsgreinum viðkomandi hyggst taka þátt (Q3A 1v1 og/eða AQ FFA).

Mótið fer fram í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi, og opnar húsið kl 12 á hádegi föstudaginn 9. mars.

Mótsgjald er krónur 3000, en þeir sem eru með leikjaáskrift Símans Internets fá 1000 króna afslátt, og greiða því 2000 krónur. Mótsgjaldið greiðist fyrir fram; nánar auglýst síðar.

Á mótinu verður keppt í eftirfarandi greinum:

Unreal Tournament

Half-life:
-Counterstrike

Quake 2:
-Action Quake Teamplay
-Action Quake Deathmatch FFA

Quake III Arena:
-Deathmatch Teamplay
-Capture The Flag
-1on1

Athugið að til að geta spilað með liðum í liðakeppnum er bráðnauðynlegt að vera skráður sem einstaklingur.

ps. munið að LESA leiðbeiningarnar á skráningarsíðunni á föstudaginn - nokkrar sek. til eða frá breyta engu. Skrifið niður lykilorðið sem þið fáið úthlutað, og skráið clantag ykkar án aðgreiningarmerkja ([]-|.) o.s.frv. Við sætaskipulag er farið eftir þessum upplýsingum, svo áríðandi er að clanfélagar skrái clantag allir eins.

Kveðja,
Skjálftap1mpa