Dodge er hlutur í UT sem ekki allir vita hvað er eða misskilja. Dodge er þegar maður tvíklikkkar hratt í einhverja átt þ.e.a.s áfram, afturábak, til hægri eða vinstri. Dodge lýsir sér þannig að þegar það er framkvæmt stekkur leikmaðurinn snöggt í áttina sem hann dodgar í. Þetta nýtir MJÖG vel til að stökkva frá skotum og halda sér á góðri ferð. Að dodga…Þegar þú hleypur áfram/afturábak er best fyrir þig að dodga til hliðanna en ef þú hleypur til hliðanna þá er oftast betra að dodga annaðhvort í hina áttina þ.e.a.s hina hliðina eða afturábak eða áfram. Með tímanum lærir maður að nýta sér borðin til að byggja upp hraða með því að dodga. Það virkar þannig að maður dodgar niður brekkur td. niður “göngin” eða innganginn í CTF-McSwartzly og flýgur þannig niður hana í einum vettvangi í staðinn fyrir að hlaupa niður eða hoppa einsog brjálæðingur. Það er einnig hægt að dodga yfir lavapolla eða á milli kassa sem annars er ekki hægt að gera nema nota TL, sem er náttúrulega ekki hægt með flaggið. Það eina sem ég hef meira að segja í þetta skiptið er; Ef þú dodgar ekki núna, byrjaðu þá strax!
ATH! Dodge er ekki að hlaupa til hliðanna eða hoppa venjulega einsog margir halda!
ATH!2: Ef dodge virkar ekki hjá ykkur þá gerðið þetta til að ‘kveikja’ á því, farið inn í UT veljið þar options->Preferences og þar inni smellið þið a flipann ‘Game’. Þar á að vera reitur merktur ‘Dodging’, setjið hak í þennan reit og þá eigið þið að geta dodgað.