Unreal Tournament Weapons Usage Part || Unreal Tournament Weapons usage Part ||

Jæja hér kemur annar hluti greinarinnar um vopnin í UT og notkun þeirra. Ef þið hafið ekki lesið fyrri hlutann lesið hann helst á
undan þessu þó það breyti í rauninni engu máli :)

Pulse gun
Gerð:'Geisla-Vélbyssa'
Max ammo:199
Primary fire: Skýtur grænum, hægfara plasma kúlum með mjög litlu millibili. Eins og svo oft áður nýtist primary fire betur í
lengri færum þó að prim. fire á Pulse sé mjög unacurate og slow moving. En það nýtist betur en sec. fire því það drífur margfalt lengra.
Secondary fire:Gefur frá sér grænan plasma geisla sem nær beint áfram ‘100yards’ einsog segir í UT…Ég er nú ekki lunkinn stærðfræðingur
svo ég sleppi því að reyna að breyta því í metra er annað úr SI kerfinu…Geislinn er mjög öflugur og virkar skelfilega vel í close-combat
og líka til að klára menn sem maður hefur skotið með td. Shock eða Rocket Launcher(RL).


Ripper
Gerð:'STÓRHÆTTULEG rakvél ;)
max. ammo:
primary fire:Skýtur flugbeittum blöðum sem geta rifið hausinn af spilurum með einu skoti í hálsinn eða hausinn(Headshot).Skjótast af veggjum
þangað til þau stoppa á spilara eða einfaldlega eyðast upp eftir stutta stund.Passið ykkur á að hlaupa ekki á á ykkar eigin skot því
þið missið sjálfir orku á þeim og getið ‘headshottað’ ykkur sjálfa.
Secondary fire:Skýtur svipuðum blöðum, en þau sundrast með lítilli sprengingu. Gera meira skaða en Prim. fire blöðin en skjótast ekki
af veggjum.'Headshot' reglan gildir líka fyrir secondary fire.


Minigun
Gerð:Vélbyssa
Max. ammo:199 bullets
Lýsing: Svipar mikið til enforcer fyrir utan að hún skýtur margfalt hraðar og skotum sem gera meiri skaða.Notar sama ammo og Enforcer.
Primary fire: Svipað og enforcer, skýtur accurate með meðalhraða þó margföldum hraða á við enforcer. Virkar betur fyrir lengri færi.
Secondary fire: Einsog ég sagði áðan svipar til enforcer og virkar betur í stuttum færum.Skýtur um það bil helmingi hraðar en primary fire
en er hinsvegar um helmingi ónákvæmara. Virkar vel til að klára targets sem er illa særð einsog eftir ‘shockcombo’


Flak Cannon
Gerð: Haglari
Max. ammo: 50 Shells
Lýsing: Nokkurskona framtíðarhaglari eða þannig…
Primary Fire: Lýsir sér nokkurs konar einsog skot úr venjulegum haglara, skýtur nokkurskonar flísum eða flaks sem dreifast um dálítið svæði
sem skjótast af veggjum einu sinni til tvisvar.
Secondary Fire: Skýtur allri skelinni út í heilu lagi og springur hún við högg. Geriri heilmikinn skaða, td. ef að maður með shieldbelt fær
sec. fire úr flak í sig (Þá frekar nákvæmt skot) missa þeir allt beltið og heilmikla orku.
Notkun: Hoppið um, dodgið og notið primary fire, miðið í höfuðhæð.


Rocket Launcher (RL)
Gerð: Einsog nafnið segir til, Rocket Launcher eða einsog sumir hafa þýtt það; Rakkettu-skjótari
Max. ammo: 48 Rockets
Lýsing: Lýsir sér sjálf…Kem því ekki í orð…Sjáið það bara strax.
Primary Fire: Skýtur einni rocket með einu klikki en hægt er að halda takkanum inni og hlaða allt að upp í 6 rockets.
Secondary Fire: Grenade launcher. Sama og með Primary fire, eitt klikk ein grenade líka hægt að hlaða upp í 6 grenades.
Notkun: Haldið Primary Fire inni og hlaðið upp 3-5 rockets og sleppið í att að fótum skotmarksins.
Tricks: Þegar 6 rockets er hlaðið upp dreifast þær jafnt þegar sleppt er í nokkurskona línu.

Sniper Rifle
Gerð: Sniper rifle
Max. ammo: 50Rounds
Lýsing: Langdrægur riffil með zoomi.
Primary Fire: Skýtur langdrægu skoti sem gerir mikinn skaða Eitt skot í höfuð andstæðings og hann ætti að vera liggjandi.
Secondary Fire: Sec. Fire zoomar. Haldið zoominu inni til að sjá lengra og klikkið einu sinni til að taka zoomið af. ATH. Ekki
er hægt að zooma út.

Redeemer
Gerð: Thermonuclear Device
Max. Ammo: 2 missles
Lýsing: Doomsday Device!!
Primary Fire: Skýtur mjög kröftugu skeyti beint áfram. Skeytið springur við högg og hefur mjöng langan ‘Blast Radius’ sem eyðir nærri
öllu sem lendir inni í honum.
Secondary Fire: Skýtur jafn kröftugu skeyti en hefur þann kost að maður getur stýrt hvert skeytið fer með músinni. Virkar þannig að maður sér
'innan' úr skeytinu og hægt er að sprengja skeytið með því að klikka einu sinni á annan hvorn skottakkann. Passið ykkur þó á því að á
meðan þið stýrið skeytinu eruð þið einföld bráð fyrir hvern sem er svo felið ykkur vel eða verið í góðu skjóli þegar þið notið Sec. Fire.
Önnur staðreynd líka, þið getið hlaupið um og hoppað meðan þið stýrið sec Fire skeytinu svo passið ykkur á að detta ekki út í lava eða utaf borði o.s.frv.
Staðreynd 3: Það er ekki hægt að Gera ‘Feign Death’ meðan þið stýrið skeytinu. Það jafngildir sjálfsmorði. Staðreynd 4: Það er hægt að eyðileggja og
gera bæði primary fire og Secondary fire skeytin óvirk með því að skjóta þau með flestum vopnum en best er að nota til þess Shock, mini eða jafnvel RL.
Og að lokum eitt ráð; Aldrei nota Secondary Fire á Deemernum á staðnum þar sem deemer spawnar, felið ykkur frekar.
ps. deemerinn telst til power-ups!


Jæja fólk, þetta var usage part ||. Kemur meira seinna þá líklegast um power-ups eða slíkt… Vona bara að þessi vitneskja um vopnin hjálpi einhverjum!N'joy!