Ég hef verið aðeins að fikta í UT2K3 og vil benda á nokkur atriði sem hægt er grúska í. Ef ykkur finnst byrjunarstefið(Menu Lagið) vera too much HYPE þá er hægt að skipta því út fyrir e-ð annað lag. farið í /music möppuna og búið til backup-möppu, gerið afrit af KR-UT2003-Menu.ogg og setjið það í backup. Svo er hægt að hlusta á alla tónlistina (*.ogg) í Winamp Player, veljið e-ð lag sem ykkur langar hafa í Menu og endurskrifið það sem KR-UT2003-Menu.ogg (taka backup líka). Svo fyrir þá sem vilja ganga enn lengra í þessum málum er hægt að setja inn hvaða tónlist sem er en þá þarf hljóðforrit s.s. Sound Forge 6 til þess að breyta lögum í *.ogg. ( Ekki gleyma að taka backup ).
Svo þegar þið eruð komnir með FULL VERSION, getiði prufað borð “map” í /maps sem heitir VehicleDemo.ut2 einfaldlega með því að tví-klikka á það. Þá fær maður að prufa að keyra Jeppa út allar trissur með rocket launcher. Til þess að fara í jeppann þarf að ýta á “U”. Þetta er bara demo til þess að sýna MOD gaurunum hvað UT vélin er öflug en samt allt í lagi að fikta.
vona að e-r hafi haft gagn og gaman af þessu tæknibulli í mér ;)
Kveðja
PeZiK