Ég var að uppgötva þetta rétt áðan. Ég las viðtal við einn af forriturum UT2003 og ein spurningin sem hann svaraði var á þá leið hvort fps(frames per second - rammar á sekúndu) væri takmarkað af nethraða hjá fólki, eins og í UT. Hann svaraði að það væri búið að laga það í UT2003 eða eitthvað.. Mér fannst þetta forvitnilegt og setti upp UT hjá mér, stillti network á 28.8k-56k og kíkti á fps; ég fékk 41, stöðugt. Síðan stillti ég á Lan-stillinguna og þá var ég að fá um 80+ ramma average og upp í 200 ramma á stundum. Ég á eftir að prófa þetta á ISDN og ADSL stillingum, en ég er viss um að þetta er svipað þar.
Nú veit ég ekki hvort þið vissuð af þessu, en mér finnst þetta afar forvitnilegt. Leikurinn er í raun að takmarka getuna hjá þeim sem minna mega sín, þ.e. með því að fækka römmum hjá þeim sem eru með lélegar nettengingar og gera leikinn hraðari á lönum.
Hvað haldiði, er þetta samsæri eða liggur einhver forritunarleg ástæða á bak þessu?
Ég legg til að við stillum allir á LAN hér eftir og spilum leikinn á fullri getu, hvað sem tengingum líður.
Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.
Flugsi
-Alltaf að hjálpa UT-samfélaginu.