Fyrirgefðu þessi lélegu rök mín en mér fannst þín rök einfaldlega ekkert betri. Ég meina.. hraða sér til baka?
Tökum það að w/d í borðum eins og McS? Ef maður er góður að w/d er hægt að koma flagginu til baka á innan við 15 sekúndum, sem er allt, allt of stuttur tími. Málið er, ég get gert svona impact stökk án þess að nota script, og það að ég kaus að gera það með scripti segir ekkert um það hvort ég geti það eða ekki. Ef mér skjátlast ekki eru svokölluð „buy-scripts“ leyfð í CS. Eini munurinn á scripti og því að gera þetta sjálfur er sá að ég læt tölvuna gera hlut fyrir sem ég gæti auðveldlega gert(og ég get impactað, treystu mér) vegna þess að ég er einstaklega latur. Það að w/d í borðum eins og McS, þar sem ekki er gert ráð fyrir því, sýnir einfaldlega hvað spilarinn, eða þá allt liðið er lélegt. Maður þarf ekkert að w/d vegna þess að það er hægt að komast úr stöð óvinarins án þess, annaðhvort með miklum hæfileikum eða góðri liðsheild.
Ein spurning samt, er í lagi að w/d í CTF-Burning? Þá værum við að tala um 50-70 köpp í leik? Þ.e. óeðlilega mikið af köppum sem skemma einfaldlega leikinn.
Það að læra að w/d er ekkert auðveldara eða erfiðara en að læra að impact jumpa, með eða án boots.
„Þá þegar er búið að eiga við leikinn frá því sem hann upprunalega var.“ - Og er w/d eitthvað frábrugðið þessu? Ertu að segja að það hafi verið innbyggt í leikinn? Nú segi ég ekki að impact script hafi verið innbyggð, en staðreyndin er sú, að aliasarnir gera nákvæmlega sama, þ.e. setja margar aðgerðir í eina. T.d. jafn einfaldur hlutur og að skjóta þarfnast nokkurra aðgerða, fyrst þarf að segja hvaða takka var ýtt á og svo hvað á að gera. Tekið beint úr User.ini:„Aliases[0]=(Command=“Button bFire | Fire”,Alias=Fire)“.
Hvorug rökin eru betri.. en, síðan má alltaf velta fyrir sér einu, af hverju má hoppa upp, en ekki áfram með impact í Clanbase?
Flugsi