Já magnað.
Þótt ég skilji ekki fullkomnlega spurninguna hjá þér Duke þá eru hérna tvö svör sem koma til greina.
Hvernig á að stofna nýjan leik á internetinu með öðru borði en það sem er í boði á leikjaþjóninum ?
–> Ef þú ert að meina hvort að þú getir haft áhrif á borðin sem eru í gangi á leikjaþjónunum eða stofnað nýjan leik á simnet leikjaþjónunum… þá getur þú fengið afnot af ClanMatch servernum (skjalfti26.simnet.is:8888 minnir mig) og þar getur þú sett upp í einhvern tíma leik-kerfi (LSM, TDM etc.) og þau borð sem þú vilt spila.
Þú þarft að panta tíma á ClanMatch servernum en það geturðu gert á ClanMatch korknum fyrir neðan Unreal korkinn. Þú getur einnig sent póst á unreal@simnet.is og fengið nánari upplýsingar um hvernig þú stillir hann ef þig vantar. Þú gætir einnig kíkt inná UT IRC rásirnar #ut.is eða #unreal.is og fengið hjálp frá einhverjum spilurum þar.
Ef þú vilt koma fram einhverjum hugmyndum um breytingar á borðum eða slíku á CTF eða TDM servernum þá er best fyrir þig að senda póst á unreal@simnet.is og segja adminunum frá þínum hugmyndum. Þeir eru hressir adminarnir og taka eflaust vel í nýjar hugmyndir.
–> Ef þú er hinsvegar að spá í því að stofna leik á þinni tölvu þá er það tiltölulega einfalt. Þú ræsir UT og velur New multiplayer game. Þar setur þú síðan inn stillingar fyrir leikinn. Það sem þeir sem vilja tengjast leiknum þurfa að vita er ip talan þín. Þú þarft ekki að mér vitandi að hafa fasta ip tölu, heldur dugar fyrir þig að gefa upp iptöluna sem þú ert með á þeim tíma.
Ef þú ert að hosta leikjaþjón sjálfur (fyrir 1- 2 auka spilara) þá er nokkurn veginn lágmark að hafa 256 ADSL tengingu. Ef þú ert með stærri tengingu geta fleiri spilað.
Jæja, vonandi er þetta eitthvað nálægt því sem þú varst að spyrja um.
kv.
K|DelphiGiz