Já, þetta er rétt svo langt sem það nær… en menn nota yfirleitt hugtakið “að kampa” um lið, sem er að eyðileggja annars ágætan leik. Það eru t.d. til þröng borð þar sem aðeins er ein leið inn í beis. Flinkur maður með shock getur einfaldlega lokað sjoppunni (látum alla umræðu um galla shockrifle vera að sinni). Strangt til tekið er það góð vörn, en ekki beinlínis til þess fallið að skapa góða skemmtun. En kannski má segja að menn séu bara að notfæra sér einkennilega hönnuð borð…
Það er líka til annars konar kamp, sem er fullkomlega leim og að mínu viti ætti það að varða rauða spjaldinu. Sumir stunda það t.d. að kampa spawn staði og ná sér þannig í ódýr stig, Face er tilvalið í svona skemmdarverk: þar spawna allir aftarlega sitthvorumegin við turnana, en eru í skotfæri snipera í turni andstæðinganna.
Síðan er það piston-kampið, sem til allrar hamingju sést lítið af, en það felst í því að sitja með slaghamarinn við teleport þannig að allir óvinir sem nota það breytast samstundis í kjötfars. Það er voða lítið sport í því.