Kartöflur
Skerið hverja kartöflu langsum í 8 báta; látið kartöflubátana í sjóðandi vatn og sjóðið í 5 mínútur. Látið vatnið renna af bátunum og setjið þá síðan á smurðan bökunarpappír. Penslið kartöflubátana með sólblómaolíu og kryddið. Bakið við 220°C í 30 mínútur, snúið einu sinni.

Matreiðsla
Hitið olíu fyrir djúpsteikingu í 190°C. Sigtið hveiti, lyftiduft og klípu af salti í skál. Gerið smá holu í miðjuna og setjið helminginn af tabasco út í. Setjið 200 ml af vatni (miðað við f. 4) hægt og hægt saman við. Dýfið fiskinum í hveitið, síðan í hveitiblönduna og að lokum varlega í heita olíuna. Djúpsteikið í 5 mín. eða þar til ljósbrúnt. Þerrið á eldhúsrúllu.

Sósa
Blandið tómatsósu saman við afganginn af tabasco og berið fram með fiskinum og kartöflunum.

Til skrauts
Skreytið með sítrónusneiðum.

Hollráð
Gott er að blanda nokkrum dropum af tabasco sósunni saman við sólblómaolíuna áður en kartöflurnar eru penslaðar.

Bon appetit!
[~ONE-BITCH~]Roadrunner