Ég var að spila á server .. eins og vanalega og það var hellingur af fólki inni, sem er mjög gaman eftir mikla lægð.
Oft þegar menn eru á simnet16 þá eru það oft ±TbF±, dot eða H2O mennirnir sem eru aðalmennirnir á servernum.
Í þetta skiptið voru 3-4 erlendir spilarar sem voru mjög góðir og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég sé góða erlenda spilara inni.
Serverinn er orðinn mjög vinsæll og ég og Striker vorum í mestu erfiðleikum með þessa 2 útlendinga sem voru inni, til allra lukku unnum við því það er ekki gott að tapa fyrir mönnum með 150 í ping eða ég tel það ekki.
Einnig er gott að fá þessa erlendu spilara inn þegar nátthrafnar sitja við tölvuna eins og sumir tölvukallar eru, þá þurfa þeir ekki að fara einhvert annað að spila UT eða jafnvel að spila annann leik t.d CS eða eitthvað álíka eitur.
Ég er einnig ánægður með að menn eru ekki að blóta og uppnefna fólk á serverum, hef tekið eftir því að menn nota tauntin til að tjá sig sem er að sjálfsögðu betra enn að uppnefna svo lengi sem það er ekki verið að flodda tauntið.
Ég ætla að vona samt sem áður að útlendingar taki ekki yfir serverinn og íslensku spilaranir haldi áfam að spila á fullu á daginn og kvöldin allavega, útlendingarnir meiga eiga hann á nóttunni
kveðja ±TbF±Electro