Geforce 2 MX er nákvæmlega sama fyrirbærið nema hvað að það er með lélegra minni og hægari hraða á örgjörvanum.
Þú ættir að skoða betur comparison á geforce 2 mx við geforce 2 gts og pæla virkilega vel í því eftir á hvort að vélin þín græði eitthvað á því að hafa geforce 2 gts.
Ég er með Athlon 500 mhz og geforce 2 mx og þetta er að svínvirka hjá mér, einsog fólk sá á laninu síðustu helgi.
Ég þyrfti í það minnsta athlon 800 mhz til þess að virkilega græði á gts inum, og sem langtíma tölvunotandi og kaupandi, þá er ég frekar farinn að pæla í value heldur en mesta hraðanum hverju sinni, því að þú veist að nokkrum mánuðum seinna, þá er kominn miklu betri græja, og verðið á því sem þú keyptir er búið að hríð falla.