Blessaðir.
Síðan hvenær hef ég ekki þorað að segja neitt? Og hvernig veist þú hvað mér finnst? Svaraðu nú því í minnst 100 orðum af hverju ég var bannaður? Þá skal ég taka því eins og maður, án þess að væla. Það sem þú varst að segja segir mér að það sé eitthvað annað á bak við bannið á mér en að ég sé leiðinlegur á serverum.
Ég hef kannski þrisvar sagt eitthvað slæmt á simnet. Einu sinni við Gunso(son þinn, tilviljun?), einu sinni við Punchbag og svo einu sinni eða tvisvar eitthvað „egó“ við menn í tbf, þ.á.m. Electro, Joza og Cover_Op. En ég hef líka hjálpað þessum mönnum að verða betri í UT, nema kannski Joza.. hann er búinn að spila lengur en ég og hefði ekki tekið við neinum punktum.
Ég hef reynt að miðla þekkingu minni á ýmsum brögðum í UT, m.a. kennt ibbets allt í Lavagiant, hann segist hafa lært mikið af mér, ég hef reynt að láta Smelk hætta að flooda,(..ég vona að það hafi tekist) og kennt honum eitthvað.. þegar ég hef getað gert það, ég hef verið MJÖG virkur á simnet og spilað miklu meira en þið Balli og Bunny samanlagt frá því ég byrjaði, ég hef verið virkur á #ut.is og ekkert verið leiðinlegur þar, og ýmislegt fleira..
Því spyr ég um ástæðuna fyrir banninu á mér, því eina ástæðan sem ég sé fyrir því að vera bannaður er að reyna að stofna til umræðna á Huga um hvort og hvernig reglur á simnet eiga að vera, vera leiðinlegur við Gunso, svara Bunny leiðinlega að ykkar mati hér á Huga eða einfaldlega það að ég fór í H2O en ekki dot. Boltinn er hjá ykkur, Balli og Bunny.

~H2O~Svolfluga~