Sælir. Ég er ekki Admin. Eflaust fæ ég aldrei admin inná simnet… enda hef ég ekkert við það að gera, það eru aðrir sem möndla með það! Varðandi leikinn í gær þá var þetta window drop eitt best heppnaðasta window-drop vikunnar. Það er alls ekki létt að window droppa í McS miðað við önnur borð. En þetta tókst gríðarlega vel og var búið á nokkrum sekúndum. Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta var til að fá spennu í leikinn. Mér persónulega er drullusama þótt þú reynir að window droppa á móti mér, það gerir leikinn hraðari í flestum borðum nema í föx borðum eins og Burning. Nú skulum við líka líta á hinar hliðar leiksins… þið talið um að window-dropping er lame. Það er ykkar mál, þetta lýðst ekki í clan-leik en er aðeins illa liðið EKKI BANNAÐ inná simnet. T.d. var gangurinn niðri hjá okkur (með rocket og shield) campaður meiri hluta leiksins. Þar stóðst þú þig ágætlega Fest3r. Yfirleitt þegar menn komu inn með damage í stöðina okkar við flaggið… eyddu þeir öllu damage-inu í spawn-kill og reyndu ekki að taka flaggið. Ég er ekki að afsaka það að ég sé að “nota mér galla í borði” inná public server. Ég er heldur ekki að kvarta yfir því þegar menn eru að lamerast í spawn killi. Svo voru nú fleiri orð en helvíti svindlari sem þú lést falla, eina ástæðan fyrir því að ég benti þér á að halda kjafti var eftir 5 skiptið sem þú sagðir eitthvað.
Það kemur málinu ekkert við í hvaða clani ég er, reyndar er ég ekki í klani núna, vegna annars máls. Ég er ekki að spila fyrir hönd <.> meðlima, þeir spila leikinn eins og þeir gera og hafa sínar reglur sem banna svona spilamennsku. Ég spila fyrir hönd DelphiGiz og vöfflupráxa, einu reglurnar sem ég fylgi er ég spawn killa ekki og ég er ekki að rífa kjaft inná server. Svo getur maður nú ekki annað en spáð í setningunni frá þér inná irc í gær… spurning með að stilla sig aðeins.
Kveðja
DelphiGiz
|SUN|warrior