Sælir. Ég er búinn að fylgjast með þessari ósmekklega leiðinlegu umræðu undanfarið, varðandi Admin réttindi og slíkt. Ég ætla að leggja fram mína skoðun. Það er ekki hægt að deila um eignarréttindi á simnet serverum, þessar vélar eru í eign Landsímans að mér skilst eftir að Títan lagði upp laupana. Einhverjir fá greitt fyrir umsjón á þessum serverum. Þeir hafa Admin réttindi, það er mjög skiljanlegt. Hins vegar sýnist mér aðalvandræðin stafa af freelance Admin-um sem eru Bunny, SergeV, PunkFloyd og einhverjir fleiri. Þessir menn eru að þessu að eigin sögn af áhuga til að gera UT samfélagið betra. Það er þeirra mál ef þeir vilja fara með völd á simnet. Huxum um stund hvað myndi gerast ef þessir menn myndu í reiðiskasti hætta að adminast á serverunum. Í fljótu bragði sé ég nokkrar óhjákvæmilegar breytingar. Þær eru: númer 1, Allar kvartanir myndu fara minnkandi vegna einstakra playera (það nenna færri að taka screenshot og senda í e-mail ásamt kvörtun) Þetta myndi leiða af sér að menn þyrftu að huxa mun betur um framkomu sína á servernum því ef til einhverja ráða yrði gripið væru þessi ráð mun drastískari en við þekkjum til að sýna fordæmi. 2. Alt-nic yrði vandamál ef menn væru það einbeittir í því að fleima serverinn að þeir koma inn undir alt-nicci og spamma, flooda rífa kjaft etc. etc. þetta yrði vandamál þar sem minna yrði um að freelance adminar væru á staðnum og gætu bannað þessar ip-tölur. Menn þyrftu þá að huxa sinn gang og sleppa þessu algjörlega. 3. Engir þyrftu að kvarta yfir því að borðum væri sleppt, skipt um borð í miðjum leik eða slíkt sem að freelance Adminar á simnet hafa gert.
Þetta eru aðeins nokkurn atriði, þau sýna samt sem áður frammá það að ef freelance Adminar myndu hætta sínu starfi, þá yrði ábyrgðin á servernum miklu meiri fyrir einstaka spilara. Spurningin er hvort að UT spilurum sé treystandi að vera ekki undir sífelldu eftirliti. Ég tel að flestir séu það, því miður eru nokkrir sem virðast ekki vera þess búnir en ég tel þó að þeir gætu bætt sig ef þeir vildu. Svona lýt ég á admina málin, persónulega finnst mér ekkert að því að Alli, Balli og Bj00l væru þeir einu með admin réttindi inná simnet serverinn. Miðað við fjölda skipta sem ég hef verið vote-kickaður útaf server (undir mínu nicki og alt-nicci) þá finnst mér færri adminar vera betri kostur.
Allaveganna, *slef* smá pæling *slef*
<.>DelphiGiz
|SUN|warrior
-vöfflupráxi-