Það er búið að vera að pæla í þessu í smá tíma og þetta endar alltaf á sama staðnum. Það gengur yfirleitt betur ef fólkið sem spilar alltaf saman fer í einhvað svona sjálft. Ekki að setja samansafn af fólki úr hinu og þessu clani í eitt landslið. Það myndi einfaldlega þýða að til að ná einhverju árangri þyrfti það lið að æfa saman til að eiga einhvern séns í útlendingana, sem myndi svo aftur á móti bitna á þeim clönum sem spilararnir eru í. Þá kemur upp önnur spurning: ef að það yrði sofnað landslið, hvað myndi stoppa þá spilara í að stofna bara nýtt clan með öllum bestu spilurunum, fyrst þeir þurfa hvort sem er að spila mikið saman til að eiga einhvern séns í erlend klön.
Þess vegna er yfirleitt betri kostur að hvert og eitt clan ákveði þetta bara fyrir sjálft sig. Það clan sem vinnur best saman hér á landi á besta möguleika á að ganga vel úti, án þess að eiga það á hættu að brjóta upp innlend clön og gera samfélagið einhæft og óspennandi.
H2O hefur alltaf unnið skjálfta og var það aðalega vegna þess að í því clani voru spilarar sem höfðu spilað lengi saman og voru með mikla reynslu á hvorn annan. Hin clönin hafa þó alltaf verið að pressa stíft á H2O og alltaf verið nær og nær því að vinna það mót, og síðast var þetta mjög tæpt (eins og fólk veit).
Núna er hinsvegar staðan þannig að margir af þeim sem voru H2O hættu og stofnuðu nýtt clan. H2O hefur fengið marga góða spilara til sín en það er samt óvissa í gangi. Spurning hvort þeir nái að þjappa sér jafnvel saman og “gamla” H2O gerði. Það verður gaman að sjá hvort H2O haldi áfram á sigurbraut á Skjálfta þrátt fyrir mannaskiptin, eða hvort TBF komi sterkir inn og taki þetta loksins. Svo er líka spurning hvort nýja clanið sem gömlu H2O spilararnir stofnuðu með 3 úr BRB hrifsii góssið :)
Hvað sem því líður þá er það þannig að clanið sem vinnur skjálfta er “besta clanið á landinu” og því ætti það að eiga bestu möguleikana úti.
friður
potent