Já. ég er reiður! fóruði ekki í skóla? LÆRÐUÐ ÞIÐ EKKI AÐ BAKA VÖFFLUR! ég veit að þið kunnið það allir en ég er með eina sígilda uppskrift uppáhaldið mitt!
250 g þorskhrogn, hrá
150 g hveiti
50 g smjörlíki
2½ dl súrmjólk
2 stk egg
2 tsk sykur
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
½ stk sítróna, rifinn börkur og safi
smjörlíki til að steikja úr
Undirbúningur
Rífið niður börk af sítrónunni.
Matreiðsla
Blandið saman hveiti, sykri, salti og lyftidufti. Hrærið súrmjólkina saman við ásamt eggjum, sítrónuberki og sítrónusafa. Skerið upp hrognasekkinn, skafið hrognin innan úr og blandið þeim saman við deigið. Bræðið smjörlíkið og hrærið það út í. Steikið vöfflurnar úr deiginu í vel smurðu vöfflujárni.
Framreiðsla
Berið vöfflurnar fram með smjöri og osti eða smurosti og salati.
Hollráð
Úr deiginu má einnig steikja lummur eða klatta á pönnu.
~H2O~Striker~
P'S LÆRA SVONA HLUTI!
:)