Maður er þekktur sem Loque. Ég kann illa við að spila með og á móti Loque. Hann eins og nokkrir aðrir bottar inná simnet eru illa tjúnaðir. Loque getur verið skæður þvert yfir stór borð eins og t.d. Laputa með Enforcer. Það meikar lítinn sence hjá mér. Ég tel að adminar (hinir æðstu) inná simnet beri fulla ábyrgð á þessu. Væri ekki hægt að downgrade-a þessi helvíti eitthvað, taka út accuracy og setja inn frekar jumping behavior og camping :) camping virkar mjög vel á bottum, þá hanga þeir við spawn staðina hjá óvininum og ná sér í stig, eins og vinsælt er á simnet serverunum þessa dagana. Og fyrst að maður er byrjaður að rakka niður simnet að einhverju leyti þá er CTF serverinn fucked. Hann er fucked á alla máta, þetta map-vote dæmi er búið að fokka upp UT hjá mér, ég lendi í krassi a.m.k. 3svar yfir eitt kvöld sem á rætur sínar að rekja til þessa litla djöfuls sem settur var inná simnet. Svo hefur þetta ekki að mínu mati breytt miklu til batnaðar… einhverja hluta vegna er ég orðinn góður í Bedrooms II sem ég ætlaði aldrei að verða, en aðalmálið er að sjálfsögðu helvítis laggið. Ég er hættur að geta spilað á simnet, ég er að rokka frá 70 - 150 í ping og ping-ið mitt er sjaldan stöðugt ef það eru fleiri en 4 að spila auk mín. Þetta gerir simnet 16 serverinn að verri server fyrir mig en 3 serverar úti sem ég hef prufað að spila á. Þess vegna er ég orðinn útlagi :( … já þið bjuggust eflaust við einhverju góðu gríni frá mér en ég er því miður of svefnlaus og fúll yfir þessu til að gera grín um stundar sakir. Mér finnst þetta bera vott um kæruleysi varðandi þessa servera og auðvitað bendi ég á adminana í því sambandi. Það er ekkert að komast inní minn litla haus að ég geti ekki lengur spilað UT á ISDN. Ég get spilað aðra leiki á ISDN, svo er ISDN líka miklu flottari skammstöfun en ADSL. Það er mikið að í UT heiminum á Íslandi eins og er, en þetta er bara leikur, þess vegna á ég í ennþá meiri vandræðum með að skilja að ég hafi rústað einni mús og einu lyklaborði (ódýrt lyklaborð að vísu) síðustu 2 vikum. Ég held svei mér þá að ég sé orðinn pirraður á UT. Það gæti verið grundvöllurinn fyrir þessum korki. Ég er mjög pirraður, ég er pirraður á minnimáttarkennd ~H2O~ hins nýja. Þetta clan veit nákvæmlega hvað það getur og hversu góðir þeir eru. Þó finna þeir sér tíma í það að búa til paranóju um meintar ofsóknir einhverja admina á þá. Það er engum mismunað inná simnet því miður… það er firra að halda því fram að adminar séu að miða sérstaklega á þá! Hins vegar eru menn búnir að gera ýmsa sniðuga hluti inná simnet bæði undir sínu nafni og alt-nicci sem leiða af sér bann, það kemur engum við öðrum en þeim sem hlut eiga að máli. Svo eru reyndir og góðir spilarar farnir að tjá sig persónulega inná simnet, ekkert að því annað en það að þeir láta í ljós ótta við bann vegna þess(væntanlega meint í kaldhæðni) og gera sig þar með að rebel. Til hvers að vera með rebel-læti inná simnet server? Ekki botna ég í því, menn ættu að varast persónulegar árásir, það má bölva liðinu sínu til helvítis, en það að segja t.d. “DelphiGiz er lamer” þjónar engum tilgangi. Það má vera að ég sé lamer, en menn eiga að geyma svona comment til betri tíma. Það er eflaust auðveldara að segja “DelphiGiz er lamer” inná server en að stama seinna meir “guð minn góður, það er delphigiz með eldvörpu inní herberginu mínu”. Boðskapurinn er, þið ættuð að vita það en ég endurtek, ekki vera með persónulegan áróður, það er bull. Jæja, hefði ég ritað þennan ótrúlega langa pistil ef ég væri ekki svefnlaus?… neee ég efast um það. Allaveganna, reynið nú að athuga þennan andskotans simnet server!

bestu kveðjur

<.>DelphiGiz
|SUN|warrio