Hef verið að prófa Alpha útgáfu af Unreal2. Hér er eitthvað af því sem ég hef komist að.

Grafík-in er brjálæðisleg. Ég er með GeForce2 MX með 32mb minni og það var bara engan vegin að höndla þetta. En þegar maður hætta að hreyfa músina kom að sjálfsögðu fín mynd en meðan maður var að hreyfa músina var þetta allt hikstandi. Það er varla hægt að lýsa þessari grafík í orðum, hún er hreinlega það flottasta sem ég hef séð í leik.

Minni. Vá það þarf sko að hafa mikið minni í þetta. Kannski var þetta vegna þess að leikurinn er ekki komin í fulla útgáfu ennþá. En minnið peak-aði upp í tæp 350 mb og áður en ég setti leikin í gang var um 75 mb í notkun. Ef þetta mun ekki lagast í final útgáfunni sé ég framá að menn verði að vera með minnst 512 mb til að geta keyrt þetta almennilega.

Skin. Þau er flott en líkjast dálítið skinunum í Tribes2 sama er með landslagið það er lígt Tribes2.

Þess skal getið að stillingar og vopn eru ekki full gerð í þessari útgáfu. Aðeins nokkur vopn voru þarna og ekkert (sem ég fann) sem maður gat notað til að tvíka þessa grafík niður.

Alli