Það á ekki að þurfa neinar reglur, en ef fólk vill reglur um hvernig eigi að haga sér þá er ekkert mál að búa til þannig reglur. Það sem er að reglum er að þær eru yfirleitt miklu strangari en þörf krefur og það verður eflaust líka í þessu tilfelli. Og þeim verður fylgt mun harðar eftir en hefur verið gert hingað til. Ég trúi ekki að það sé það sem fólk vill. Það eina sem við, adminar, erum að biðja um er að fólk hagi sér almennilega.

Þetta er ekki mjög flókið mál þegar allt kemur til alls. Haga sér almennilega, vera kurteis og ekki með leiðindi. Halda cheese play í lágmarki og muna að ADMIN hafa ALLTAF lokaorðið, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr og þannig er það allstaðar og hefur alltaf verið og er ekki að fara að breytast á næstunni.

Serverarnir eru í eigu simnet og þeir ráða hverjir sjá um þá og hvaða “reglur” gilda. Ef ykkur líkar ekki við þær þá hafið þið það val að fara annað. Við adminar erum ekki fóstrur og við eigum ekki að þurfa að segja ykkur hvað mannasiðir eru. Við munum banna hiklaust fyrir hvaða smáatriði sem okkur finnst ganga of langt. Ef þið hafið einhvað út á það að setja þá getiði bara sent email á unreal@hsimnet.is og kvartað.

Adminar simnet hafa séð um þessa servera í sjálfboðavinnu vegna þess að þeim finnst gaman af UT og vilja spila hann. Við viljum ekki vera að banna fólk frá þessu en ef fólk getur ekki hagað sér skikkanlega þá verður það bara bannað, mjög einfalt. Við erum fyrst og fremst að hugsa um fólkið sem er kurteist og kann mannleg samskipti og við ætlum ekki að leyfa einhverjum að eyðileggja það, hvorki fyrir þeim né okkur. End of story.

friður
potent

ég mun ekki ræða þetta frekar á korkinum, ef einhver hefur við þetta að athuga getur sá hinn sami sent okkur adminum email á unreal@simnet.is og við munum leitast við að svara. Ef þið eruð í vafa hvað okkur finnst um hitt og þetta spurjið bara, það kostar ekki neitt.