Ég var að skemma músina mína áðan. Ákvað að skrifa á korkinn í staðinn fyrir að senda grein. Þannig er mál með vexti að ég var að spila á simnet. Í Ancient (borð sem mér finnst með eindæmum ömurlegt) lenti ég í spawn killing. Einn tók flaggið okkar og 3 aðrir hengu inní stöðinni okkar og fyrir framan hana með shock rifle. Ég tók fyrst og lamdi á músina mína. Eftir að hafa drepist 3svar tók ég músarhelvítið reif hana úr sambandi og lamdi henni í vegginn. Plöggaði henni aftur í samband en þá virkaði hún ekki… þetta er HP mús, ætti ég að ná í nýja drivera fyrir hana til að koma henni í gagnið? eða kannski að skrúfa hana saman aftur því það hringlar eitthvað í henni? endilega látið mig vita!
kveðja
Delphi<.>Giz

p.s.
boðskapurinn með þessum korki er sá að betra er að taka út reiðina á hardware-i heldur en að standa í röfli inná servernum, svo lengi sem hann er ódýr og ekki með skrunhjóli eða slíku áhaldi! Fyrst ég get hamið mig þá ættu flestir að geta það… fyrsta boðorð UT: Þú skalt halda kjafti inná server! :)