Daginn
Ég var að spá hvort einhver hérna sé að spila UT eitthvað erlendis? Og til að enginn misskilji mig þá á ég við the one and only Unreal Tournament frá ‘99, ekkert ’2kx' ártaladrasl :)
Ég hef verið að fíflast á Jolt Deck16 og aðeins á hollenskum CTF server sem reyndar er með relics (Sem sýgur að mínu mati). Stundaði líka Truff's CTF mikið sem eru mjög þekktir serverar en þeim var nýverið lokað, því miður.
Ekki veit einhver af þesum örfáu sálum sem enn kíkja hingað inn um einhverja góða DM/CTF servera?
Ég er aðallega að leitast eftir normal weapon og án dramatískra mutatora, bara classic UT action.
Með von um góð svör ..