Hvernig væri að þið gætuð bara haldið kjafti inná servernum og spilað leikinn. Það hefur engum nokkru sinni verið kickað fyrir voice commands þar með getum ályktað að þær séu ok. Hins vegar er enginn þörf fyrir að segja nokkurn skapaðan hlut inná servernum nema í mesta lagi að kveðja spilarana. En að vera spjallandi á þessum serverum og kvarta síðan yfir type-killing er fávitaskapur. Einhvernveginn finnst mér sömu mennirnir alltaf vera kvartandi yfir mismunum á serverunum. Ég hef aldrei lent í nokkrum hlut, þó ég hafi alt-niccað meira en ég hef spilað undir mínu eigin nafni, það er af því ég hef látið vera að haga mér eins og fáviti inná servernum, jú mér var kickað einu sinni fyrir að window-droppa og þar með er það búið. Ég fer ekki að rífa kjaft útaf því. Hins vegar er mjög sniðugt að sjá hvernig fávitaskapurinn smitast… ég sá um daginn snilldarspilarann electro skjóta teammate útí lava og hann var með flaggið í jöfnum leik. Þetta er náttúrulega fáránlegt og langt frá því að vera fyndið. Hins vegar er gaman að vita til þess að það var stemmning á serverunum fyrir nokkrum mánuðum siðan, það var ekkert um svona helvítis bull eins og er núna. Ég get alveg sagt það út, að ég þoli ekki að spila við TNT meðlimi. Mér finnst þér spila UT eins leiðinlega og hægt er að spila hann… en það að tele-campa með impact hammer og campa einhvern stað með shock rifle er ekki það skemmtilegasta sem ég get hugsað mér. En ég er ekki að spamma inná servernum einhverjum skilaboðum um að þeir eigi ekki að gera þetta. Eða ef ég er drepinn að böggast eitthvað yfir því. Því er mín ráðlegging að menn eigi halda kjafti, spila leikinn eins og þeir vilji spila hann og láta af þessum fávitaskap sem kominn er í tísku á simnet.
u´re all tripping
~H2O~Frederikssen~