Ja.. það var mikið rætt um þetta atriði. Málið er að við teljum að fjöldi erlenda clana yrði ekki mikill ef það væri einhvað.. hinsvegar höldum við að sum íslensk clön myndu kannski vilja ráða til sín spilara og okkur fannst ekki rétt að stoppa það af. Eins og allir vita er hálfgerður skortur á UT spilurum hér á landi í augnablikinu þótt það séu sífellt fleiri að byrja. Málið er bara að við viljum hafa sem flesta möguleika opna fyrir stigann til að gera hann fjölmennari og þar af leiðandi skemmtilegri fyrir okkur sem spila á honum…
Það eru ekki mörg clön í augnablikinu hér á landi, vonandi virkar þetta sem vítamín sprauta… hinsvegar ef það verður mikil óánægja með þetta fyrirkomulag þá endurskoðum við málið að sjálfsögðu. Málið er að það er mikið vesen að þýða allar síður og svoleiðis og þurfti að taka ákvörun um hvort þetta ætti allt að vera á íslensku eða ensku. Við völdum ensku til að halda sem flestum möguleikum opnum (enda kunna flestir íslendingar ensku reiprennandi)
Endilega komið með fleiri ábendingar og hugmyndir… þótt erlendir spilarar fá kannski að vera með þá er þetta fyrst og fremst fyrir okkur íslendingana…
potent