Oft er gaman að gera demó af sínum leikjum sér og/eða öðrum til ánægju. Þetta er gert á eftirfarandi hátt:

1. opna console (default takkinn fyrir console er tilde takkinn)
2. í console er skrifað eftirfarandi: ‘demorec nafn’ (nafnið má vera hvað sem er að ég held) og svo er ýtt á enter (oft er betra að bíða með að ýta á enter þar til leikurinn byrjar svo ekki sé verið að taka upp í lengri tíma en þarf, því ekki er hægt að spóla fram og til baka)
3. svo til að horfa á allt fragfestið er eftirfarandi skrifað í console: ‘demoplay nafn’ (skrifa skal allt nafnið fyrir utan endinguna á demóskjalinu sem er .dem)

ath: Ég hef ekki enn komist að því hvernig á að stoppa upptöku og er farinn að hallast að því að það sé hreinlega ekki hægt í gegnum console, en hitt veit ég að upptaka stöðvast um leið og leikurinn er búinn (skipt um map, tengst frá server etc.)

———————————
Map's, MOD's and Mutators….

Hérna er mikið úrval af möppum fyrir UT og ég held að 99% af öllum möppum fyrir leikinn endi þarna:
http://www.planetunreal.com/nalicity/
(btw: öll möppin í simnet mappökkunum eru að finna á þessum stað)

Hérna er svo að finna aragrúa af moddum og Mutatorum fyrir UT:
http://www.planetunreal.com/modsquad/
og þar á meðal matrix moves og lazy matrix en ég veit að það er mikill áhugi á þessum 2 mutatorum enda stórskemmtilegir (og mæli ég með því að nota þá saman). Margir aðrir eru þarna, bara lesa um þá og sækja það sem heillar :)

Ef einhverjir eru með fleiri hagnýtar upplýsingar (helst fyrir UT) endilega senda þær inn :)

potent