Ég skrifa hér með lítinn pistil um hversu góður UT spilar H2O Bunny er. Ahhaa, ég þarf ekki einu sinni að klára þetta því flestir jánka kolli í þögulu samþykki enda flestir búnir að kenna á bláu helvítis-kúlunum hans við ófá tækifæri. Það verður seint sagt að Bunny kunni ekki að smella kveðjukossi á kinn og oftast verður hún blá á eftir. Því nú loks munið þér UT spilarar fá frið í bil, því ég hyggst leggjast í dvala þar sem ófáir ágætir hafa beðið mig þess efnis, því er þetta lokapistill minn í langbili *snökt* sparið tárin bræður, því einhvern daginn sný ég aftur, vonandi í ritgerð sem þið bræður kjósið að skila. Ykkur er velkomið að afrita hvern þann texta eða málshátt sem ég hef sett hér fram. Ég hef hinsvegar fullan hug á því að verða frammúrskarandi UT spilari og eyða mun frekar orku í UT en á stuttum greinum á huga. Segja má að þetta sé syndalausn mín því hér með viðurkenni ég að grein mín sem bar þann titil: “Tilkynning frá framleiðendum Unreal 2” var ekkert nema hrossatað frá upphafi til enda. Ég vona að ég hafi ekki valdið langdregnum deilum milli manna með þeirri deilu ef svo er þá er það ekkert nema glæsilegt. Nokkra menn kýs ég að nefna, enda hef ég haft góð kynni af þeim, Svenni hefur sýnt augljósar framfarir í CTF eftir þessa áminningu sem ég gaf honum og er hann orðinn ágætur spilari. Bunny er fremstur en einnig auðmjúkur því megum vér þakka fyrir slíkan spilara á Íslandi. Draugsi er snillingur og óska ég honum góðs gengis. DelphiGiz sendi mér afsökunarbeiðni á bréfi á stafrænu og þakka ég honum, ég hef ekki spilað með honum að miklu óráði en hann er ágætur. Flestir þeir sem tjáð hafa sig á korki þessum við mig eru ágætis gaurar. Nema Merlin, hann erfi ég sakir við og mun leggja malbik yfir minningu hans í UnrealT… eða kannski ekki þar sem ég er friðelskandi flaggberi. Merlin, þér er fyrirgefið. Mr. Smile er snillingur og skulið þið virða hann, enda heiðarlegur spilari. Með von um sameiningu í UT menningunni á Íslandi og að þið virðið fremur frið en ófrið.

Hinsta Kveðja á huga í bili…
{DF}WuTangThis
p.s. ef einhverjir hafa sálarógnandi óskir um framlengingu á snilli minni er bent á wutangthis@hugi.is í bili.