Teknar verða 3-6 umferðir. Allir leikir verða í umsjá Admin stjórnanda (Sá sem hefur vald yfir serverinum)
Hvert lið má aðeins hafa 3-5 leikmenn. Bæði liðin verða að samþykkja fjölda leikmanna.
Allir leikir verða færðir á þennan vef svo allir aðrir vita hvernig fór og hvar þeir standa. Fastir tímar verða fyrir hvern og einasta leik. Tími verður látin yfir til leaders tiltekins clans með góðum fyrirvara.
Sá sem sigrar riðilin mun hjóta fín verðlaun.
Ef þetta gengur upp er aldrei að vita nema það verði gert playoffs. Svo ef það fjölgar clönum er þetta meira gaman.
Ef það kemur til þess að clan skuli vera staðið að verki með einhvernskonar hakk (t.d aimbot) þá skuli þeir umsvifalaust vera vísað úr keppni. En munu afleiðingarnar vera umfangsmeiri en að vera bara vísað úr keppni.</i>
Þetta eru þær reglur sem eru komnar á http://www.mmedia.is/~seifur/
ég Vill bara að allir geri athugasemdir við þetta svo að allir verði sáttir við reglurnar.
Fyrir mér virðist þetta vera allt eðlilegt, nema þetta sem mætti bæta
Jafntefli, geta þau átt sér stað eða ekki? Ég er allveg 100% hlyntur því að þegar game time er búið þá er leikurinn búinn, nema ef það verður útsláttarkeppni einhverntíman.
Einnig vill ég fjölga leikmönnum í 4-5 í stað 3-5.
Stigataflan, töpuð stig í leikjum, miðað við þessar reglur þá er ekki hægt að tapa stigum.
Svo þarf að ákveða hvaða borð á að spila. Mín tillaga er að það verða valin tvö standard borð sem verða alltaf spilað og svo munu klönin koma sér saman um þriðja borðið fyrir hvern leik.
_______________________